« Mútur - eða svikin loforð | Aðalsíða | Leyniskýrsla Framsóknar og Sjálfstæðisflokks »

Mánudagur 25. júlí 2005

Landsbyggðin knésett

Í fréttum RÚV í gær var rætt við Kristján L. Möller um olíugjaldið sem er enn ein álagan á okkur á landsbyggðinni fyrst og fremst. Er þess skemmst að minnast að ég skrifaði fyrir stuttu um skýrsluna "Fólk og fyrirtæki: Um búsetu og starfsskilyrði á landsbyggðinni" sem Byggðamálaráðherra gaf út fyrir síðustu kosningar. Þar kom fram að flutningskostnaður sé það atrið sem fyrst og fremst hindrar sjálfsbjörg okkar á landsbyggðinni til að bjarga okkur sjálf. Það er því skelfilegt að enn sé aukið í og virðist sem að núverandi ríkisstjórn sé mikið í mun að hindra að fólk á landsbyggðinni geti bjargað sér sjálft. Skattlagningin á flutning vöru á markað á höfuðborgarsvæðinu er svo ægileg að ólíklegt er við núverandi aðstæður að framleiðsla vöru á landsbyggðinni geti borið sig.


Það er pólitískt ábyrgðarleysi að slá sér upp sem pólitísks reddara þegar rétt er fram með annarri hendinni en þess gætt vendilega að menn geti engan vegin bjargað sér sjálfir á eigin forsendum og þurfi því sífellt á björgunaraðgerðum að halda. Þannig missa menn reisn sína, frumkvæði og framkvæmdadug. Ofurskattar á flutning um landið eru til þess eins að bæla landsbyggðina. Kostnaðurinn við að halda landsbyggðinni í framkvæmdafjötrum þessara skatta er án efa meiri heldur en gróði ríkissjóðs af sköttum á landflutningum. Svo ekki sé minnst á hvernig fólki líður undir þessum kringumstæðum.

Það er sorglegt þegar vandi landsbyggðarinnar er skráður í skýrslu sem gefin er út af ráðherra byggðamála, stungið upp á lausnum en áhugi á lausnum nákvæmlega enginn.

Kristján L. Möller alþingismaður okkar Samfylkingarmanna í Norðausturkjördæmi hefur margoft bent á þetta mál með góðum rökum en ríkisstjórnin hlustar ekki. Hún hefur meiri áhuga á að höndla einkavæðingar og alskyns bísniss miklu fremur en hafa áhuga á sjálfsbjörg landsbyggðarinnar.

Þessu þurfum við að fá breytt landsbyggðarmenn.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Jón Ingi:

Möllerinn er búinn að hamra á þessu í marga mánuði án mikilla viðbragða. Nú virðast hagsmunaaðilar loks vera að vakna. Svona eru Íslendingar oft...tómlátir og láta sér á sama standa og vakna svo upp við vondan draum. Tómlætið ríður ekki við einteyming stundum.

Þriðjudagur 26. júlí 2005 kl. 00:06

Kannski er þetta áminning til okkar allra að pólitík fjallar um að lifa lífinu til að starfa, læra og njóta. Því þurfum við að bregðast við þegar stjórnvöld setja upp starfsumhverfi sem er óréttlátt fyrir fólk við ákveðin störf eða búsetu. Við þurfum að láta hlutina okkur varða.

Þriðjudagur 26. júlí 2005 kl. 08:50

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.