Færslur í ágúst 2005

« júlí 2005 | Forsíða | september 2005 »

Mánudagur 1. ágúst 2005

Myndablogg


Katrín frænka á Kúrekum norðursins í Úthlîð
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. ||| Álit (0)

Þriðjudagur 2. ágúst 2005

Hræðileg heimska

Fyrir stuttu voru tveir ungir piltar, annar 18 ára og hinn 16 til 17 ára, teknir af lífi í Íran fyrir það eitt að vera samkynhneigðir. Ótti við samkynhneigð er ein sú hræðilegasta heimska sem hluti mannkyns býr við og þegar beitt er trúarbrögðum, sem alla jafna eiga að vera mannverunni skjól, til að myrða saklaust fólk er þeim beitt til voðaverka sem eiga sér enga afsökun. Atvik sem þetta tilheyra þó ekki endilega trúarbrögðum heldur eru það forystumenn trúarbragða sem hvetja til og jafnvel standa fyrir voðaverkunum sjálfir. En þetta eru ekki bara trúarbrögð í Írak þetta tilheyrir einnig trúarbrögðum hér á landi þó við búum við þær blessunarlegu aðstæður að hér er fólk ekki tekið af lífi og þau trúarbrögð stjórna ekki lögum og reglum í landinu. Þetta er hræðileg heimska - ef menn trúa á Guð á annað borð, eiga þeir þá ekki að trúa því líka að sköpunarverk hans, svo sem samkynhneigðir, eigi að njóta sömu virðingar og réttlætis og aðrir? Það var hræðilega sárt að lesa þessa frétt í dag sem ég fékk ábendingu um af vefdagbók Sverris Páls Erlendssonar - takk Sverrir Páll fyrir að benda á svona hluti þó lífið væri óneitanlega bjartara ef maður væri án frétta sem þessarra þá þýðir ekkert annað en horfast í augu við raunveruleikann.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Þriðjudagur 2. ágúst 2005

Silla og Guðjón með Röskvu og Urði

Skemmtileg mynd fylgdi frétt um Skaftárhlaup í Morgunblaðinu þar sem sjá mátti hina miklu hundaræktarkonu Sigurlaugu Hauksdóttur með eiginmanni sínum og tvær eðaltíkur;-)

Mbl.is - Frétt - Skaftárhlaup náði hámarki við Sveinstind í morgun

Ferðamenn fylgdust með örum vexti í Skaftá í gær.

kl. ||| Álit (0)

Þriðjudagur 2. ágúst 2005

Þrumur og eldingar

Sá óvænti atburður var nú áðan að mikil þruma hljómaði um Eyjafjörðinn. Þetta er auðvitað nauðaómerkilegt mál í útlöndum en þetta heyrum við ekki svo oft hérna. Það hafa verið þónokkrar eldingar hér fyrir norðan eftir Veðurstofunni að dæma og því alveg ástæða til að skrifa um það;-)

kl. |Tilveran || Álit (0)

Miðvikudagur 3. ágúst 2005

Myndablogg


Nýtt flott veggjakrot bak við Bögglageymsluna.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. ||| Álit (0)

Föstudagur 5. ágúst 2005

Sjónvarp augnabliksins

thumb_current_black.jpg Ég varð mjög hrifin þegar ég fór að skoða nýja tegund af sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast Current TV sem mætti útleggja sem sjónvarp augnabliksins. Helsti munurinn er sá að nú er ekki einstefna frétta til áhorfandans heldur bæði ákvarðar fólk sjónvarpsefnið sem og skapa það. Niðurstöður helstu leita á Google eru aðalmálin á Current TV s.k. Google Current, og síðan eru þættir sem áhorfendur búa til og senda inn. Öll atriði eru stutt og hægt að sjá á skjánum hvað er eftir þegar byrjað er að horfa. Sjónvarpið er ekki pólitískt þrátt fyrir að Al Gore sé stjórnarformaður.

Þetta er flottasta hugmynd af sjónvarpi sem ég hef séð og hef fengið haug af hugmyndum sem tengjast því. Nú þurfum við bara svona sjónvarp á Íslandi, þetta er nútíminn.

kl. |Pólitík / Ymislegt || Álit (0)

Laugardagur 6. ágúst 2005

Myndablogg


Fiskidagurinn mikli
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. ||| Álit (0)

Mánudagur 8. ágúst 2005

Réttindi homma og lesbía

Nú um helgina var hin mikla Gay Pride ganga í Reykjavík þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn. Sú ánægjulega staðreynd að breið fylking landsmanna gengur með samkynhneigðum þennan dag sýnir svo ekki verður um villst að við Íslendingar viljum að þessir samborgarar okkar búi við sama rétt og aðrir. Rétturinn til barneigna og hjónabands hlýtur að vera jafnt sam- og tvíkynhneigðra sem og allra annarra. Í því felst einnig réttur til ættleiðingar og tæknifrjóvgunar. Þessu þarf að breyta í íslenskum lögum. Síðan þarf að leggja áherslu á að tryggja jafnan rétt homma og lesbía til íþróttaiðkunar og brýnt að forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar, bæði stjórnendur og þjálfarar, tryggi rétt þeirra til iðkunar og þeir sem æfa íþróttir að koma fram við þessa meðborgara okkar eins og þeir vilja að komið fram við þá sjálfa.

Leggjumst öll á eitt við að tryggja fullan rétt homma og lesbía.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 10. ágúst 2005

Talblogg


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. ||| Álit (0)

Þriðjudagur 16. ágúst 2005

Aukning svæðisfrétta

Mikil aukning hefur nú orðið á fréttum frá Norðurlandi, tveir nýir veffréttamiðlar dagur.net og akureyri.net hafa nú litið dagsins ljós. Áður höfðum við fréttir frá Aksjón þar sem bæði má sjá textafréttir og útsendingu frétta sjónvarpsstöðvarinnar frá kvöldinu áður. Einnig eru héðan svæðisfréttir RÚV sem því miður eru enn textavarpslegar en talaðar svæðisfréttir RÚV eru ekki aðgengilegar á netinu þannig að þær má bara heyra þegar áheyrandinn er staddur á sendingarsvæðinu á þeim tíma sem fréttin er send út. Þetta stendur vonandi til bóta. Allir þessir aðilar hafa vefþjónustu en auk þess hefur RÚV sérstaka útvarpsþjónustu og Aksjón sjónvarp. Þá má ekki gleyma Vikudegi sem hægt er að fá í áskrift einu sinni í viku en ég hef ekki fundið fréttir frá þeim á netinu sem væri mjög eftirsóknarverð viðbót við flóruna.

Continue reading "Aukning svæðisfrétta" »

kl. |Pólitík || Álit (2)

Miðvikudagur 17. ágúst 2005

Íslenskan og nútíminn

Umræða um móðurmálið hefur eflst undanfarið eftir að Frú Vigdís Finnbogadóttir lýsti áhyggjum sínum á Hólahátíð með bloggskrif ungmenna. Ég verð nú að segja að fyrst og fremst finnst mér bráðmerkilegt og mikilvægt hversu mikið ungmenni á Íslandi eru að skrifa, um daginn og veginn, hvað þeim finnst og margt fleira. Þau hafa þarna jafnvel samskipti milli blogga eða vefdagbóka. Þetta höfum við Harpa Hreinsdóttir svosem gert, miðaldra kjéllíngarnar, lengi og haft gaman af. Sérstaklega ef við erum ósammála eins og má finna með góðum vilja í tengslum við nýja færslu hennar um blogg og forsetann fyrrverandi. En vefdagbækur eru einmitt bráðskemmtilegt tjáningarform þar sem hægt er að hafa samskipti við þá sem vilja lesa það sem maður skrifar, tja eða bara orða hugsanir sínar sem getur verið virkilega skemmtilegt þó enginn lesi stafkrók.

Continue reading "Íslenskan og nútíminn" »

kl. |Menntun || Álit (14)

Fimmtudagur 18. ágúst 2005

Hættulegur ótti

Líflaus líkami ungs manns frá Brasilíu minnir okkur óþyrmilega á að baráttan gegn ósýnilegum óvin getur breyst á augabragði í ömurlegan harmleik fyrir fjölskyldu allt annarsstaðar í heiminum sem ekkert hafði með málið að gera. Hversu margar fjölskyldur búa nú við nístandi sorg vegna baráttunnar við ógnina sem vofir yfir en sést ekki og enginn þeim tengdur tók nokkurn þátt í. Ég mun ekki nokkru sinni verja eða réttlæta baráttuaðferð sem felur í sér að ganga inn í hóp saklausra borgara og svipta þá lífi vegna ágreinings við valdamenn. Á sama tíma get ég ekki varið í huga mér aflífun og misþyrmingar á fólki eða frelsissviptingu án dóms og laga í nafni óvinar sem þetta fólk hefur ekkert með að gera. Framkvæmdin á stríði gegn hryðjuverkum er ekki síður hættuleg en hryðjuverkin sjálf og hvoru tveggja bitnar fyrst og fremst á saklausu fólki. Óttinn hefur fangað fólk til aðgerða sem geta ekki flokkast undir mannúð og árangurinn er ekki sýnilegur og jafnvel má segja að hryðjuverk hafi fremur aukist en hitt.

Continue reading "Hættulegur ótti" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Fimmtudagur 18. ágúst 2005

42

Nú eru aldeilis tíðindin, ég er búin að vera að borða af mér þykktina eftir ráðgjöf frá dönsku viktarráðgjöfunum (bráðsnjallt fyrirbæri sem virkar). Afleiðingarnar eru um 23 smérlíkisstykki, eða um 11,5 kíló sem er svosem ágætt. Hitt er hinsvegar ennþá merkilegra að ég kemst í buxur númer 42 og þær passa. Ekkert er flottara en buxur númer 42 og spurning hvort ég á ekki bara að hætta þessu og halda mig þar;-)

kl. |Tilveran || Álit (7)

Föstudagur 19. ágúst 2005

Sprengjur í Jórdaníu - frelsi ferðalangans

Nú bombardera menn í Jórdaníu í Aqaba, ég var stödd þar rétt hjá í mars þegar ég fór til Petra sem er eitt af sjö undrum veraldar. Svo virðist sem aukning hryðjuverka verði um allan heim og greinilega verið að nota rangar leiðir til að komast fyrir þau. Ég heyrði í Gurrý vinkonu minni í Amman en þetta breytir greinilega miklu fyrir þau. Epi vinkona mín í Puerto Rico er á leið til Jórdaníu í byrjun september að halda áfram Kidlink vinnunni og þetta auðveldar henni ekki ferðalagið. En við verðum að halda áfram að halda frelsi okkar til að ferðast, staðan er líklega að verða sú að maður getur orðið fyrir sprengju hvort sem er í London, smábæ í Jórdaníu eða New York. Menn virðast venjast hverju sem er og smám saman verður þetta allt líklega bara hluti hversdagsins ef enginn finnur leið til að leysa málin á annan hátt. Hvað sem öðru viðkemur megum við ekki einangrast og þora ekki að fara neitt vegna þessara mála þá höfum við gefið frá okkur mikil borgararéttindi.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 22. ágúst 2005

Pólski sveppaþurrkarinn

Í gær fór ég að tína lerkisveppi fram í firði með Sigrúnu Stefáns sem ræktar þar skóg. Meginmarkmið fararinnar var að fá efnivið til að prófa pólska sveppaþurrkarann sem hún Ela í Grundarfirði fékk hana dóttur sína til að kaupa fyrir mig í Póllandi í fyrra. Það tilkynnist hér með að pólskir sveppaþurrkarar eru eðaleign. Ef ég væri ung (og ógift) er ég viss um að einhver myndi biðja mín bara til að geta gumað af slíku tæki. Pólskur sveppaþurrkari er samansettur úr nokkrum grindum og í loki tækisins er nokkurs konar hárblásari sem þurrkar sveppina, tja og alskyns grænmeti og ávexti ef út í það er farið. Eftir nokkra tíma í sveppaþurrkaranum eru sveppirnir mínir þurrir og flottir og hægt að geyma þá og nota í alskyns gúrmei. Ég upplifi mig sem búbótarkjéllíngu akkúrat núna - já og kannski svolítið húsmóðurlega - ef það væri ekki svona mikið drasl í eldhúsinu mínu eftir sveppaþurrkunina.

kl. |Tilveran || Álit (2)

Mánudagur 22. ágúst 2005

Myndablogg


Þvílíkur haugur af rifsi á runnunum mínum í ár. Ég hef aldrei séð annað eins. Ef ég væri nú dugleg að sulta!
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. ||| Álit (4)

Þriðjudagur 23. ágúst 2005

Gæludýrafanatík Íslendinga

Mikið óskaplega er ég orðin þreytt á hundareglum sem fela í sér að alls staðar á að vera með hund í bandi. Nema á sérstökum hundasvæðum sem eru frábær en allt of fá. Jafnvel í sveitum eru komnar stríðsreglur um hunda og ketti. Svo má ekki halda hænur í bæjum. Íslendingar eru að verða svo miklar pjattrófur að það er enginn endir á því. Svo gengur þetta ekki alveg upp heldur. Hrútar og naut geta gengið laus á ákveðnum túnum en ekki hundar og kettir. Lömb geta sprottið upp við þjóðvegi en ekki kettir. Sumarbústaðir eru taldri mengast mjög af hundum svo ekki er hægt að leigja sér bústað nokkurs staðar. Hundaofnæmi er nánast óþekkt. Svo eru ekki það margir með kattarofnæmi að ekki sé hægt að hafa eins og einn bústað þar sem má vera með kött. Hvað skemmdir varðar þá er ég viss um að krakkar og fullorðið fólk skemmir meira en hundar og kettir. Eigendurnir geta alveg borgað skaðann eins og þegar þeir brjóta disk eða hrinda niður sjónvörpum eða hverju þeir taka uppá. Það er mikilvægur þáttur í lífi fólks að hafa gæludýr og mig langar í hænur. Þessar reglur hafa leitt til þess að fólk farið að vera hrætt við dýr sem mér þykir ógnvænleg þróun.

kl. |Pólitík / Tilveran || Álit (5)

Föstudagur 26. ágúst 2005

Ekki svarar menntamálaráðherra

Ekki fæ ég ennþá svar frá menntamálaráðherra vegna fyrirspurnar minnar á Alþingi s.l. vor vegna launa við fjarkennslu. Enn byrjar kennsla á haustin og kjör kennara sem fjarkenna æði mikið önnur en þeirra sem kenna á gamla móðinn. Eitt er hvaða kaup þeir hafa sem er mismunandi frá skóla til skóla en annað snýr að öðrum kjörum s.s. starfsaldri, réttindum og þvíumlíku. Einhverra hluta vegna sér enginn um kjarasamninga þessa fólks og Kennarasamband Íslands hefur ekki samið fyrir þá. Almennir kjarasamningar gilda ekki og síðan launin frábrugðin heldur fer þetta alveg eftir hverjum skóla fyrir sig.

Continue reading "Ekki svarar menntamálaráðherra" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 27. ágúst 2005

Samfylkingarferð í Þórsmörk


Samfylkingarferð í Þórsmörk
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Pólitík || Álit (0)

Sunnudagur 28. ágúst 2005

Katrín frænka í Idol


Með Katrínu frænku í Idol prufu - spennan í algleymingi.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Tilveran || Álit (0)

Sunnudagur 28. ágúst 2005

Barnaland???

Ég fór á barnaland.is rétt áðan af því ég heyrði að Harpa Hreins hefði orðið fyrir talsverðum árásum þar. Ég verð að viðurkenna að ég varð talsvert hissa á þeim vef sem ég hélt að væri um börn og fyrir börn. Þetta er orðin einhverskonar stefnumótalína eða hvað það nú er. Þar er Steve 25 ára að leita sér að "girlfriend" sem reynist síðan vera að stríða öðrum. Spurt um bílasölur í Kaupmannahöfn, auglýst á snyrtivörukynningu, um lélegt deit sem borðaði á sér táneglurnar. Þessi vefur er greinilega ekki það sem ég reiknaði með þ.e. um börn og fyrir börn og greinilega ekki hægt að mæla með honum sem slíkum. Ég hef verið í alþjóðaverkefni fyrir börn og þessi vefur myndi ekki standast kröfur sem gerðar eru fyrir barnaefni svo mikið er víst. En kannski var það aldrei ætlunin heldur bara að draga fólk að vefsíðum Morgunblaðsins.

Continue reading "Barnaland???" »

kl. |Pólitík / Um blogg || Álit (23)

Sunnudagur 28. ágúst 2005

Myndir úr Samfylkingarferð

Gerda.JPGÉg er búin að setja inn myndir úr Samfylkingarferðinni í Þórsmörk. Hér er mynd af Gerðu á skrifstofunni með lítilli frænku sinni við Seljalandsfoss. Það var ótrúlegt blíðskaparveður allan tímann og yndislegt að fara í þessa ferð. Ég hef ekki haft tíma til að setja inn hver er á hvaða mynd enda þekki ég það ekki svo gjörla. Því væri gaman að fá tölvupóst á lara@lara.is með nöfnunum svo sem mest geti verið skráð. Sendið mér númer myndarinnar og hverjir eru á henni talið frá vinstri.

kl. |Pólitík || Álit (2)

Þriðjudagur 30. ágúst 2005

Bréf vegna Barnalands

Ég sendi áðan bréf til dómsmálaráðherra, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, framkvæmdastjóra Heimilis og skóla, ritstjóra Barnalands og ritstjórn Morgunblaðsins. Ég tel að það sé nauðsynlegt að grípa inn í þessi mál. Hér á eftir fer bréfið:

Continue reading "Bréf vegna Barnalands" »

kl. |Menntun / Pólitík || Álit (112) | Vísanir (2)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.