« Myndablogg | Aðalsíða | Silla og Guðjón með Röskvu og Urði »

Þriðjudagur 2. ágúst 2005

Hræðileg heimska

Fyrir stuttu voru tveir ungir piltar, annar 18 ára og hinn 16 til 17 ára, teknir af lífi í Íran fyrir það eitt að vera samkynhneigðir. Ótti við samkynhneigð er ein sú hræðilegasta heimska sem hluti mannkyns býr við og þegar beitt er trúarbrögðum, sem alla jafna eiga að vera mannverunni skjól, til að myrða saklaust fólk er þeim beitt til voðaverka sem eiga sér enga afsökun. Atvik sem þetta tilheyra þó ekki endilega trúarbrögðum heldur eru það forystumenn trúarbragða sem hvetja til og jafnvel standa fyrir voðaverkunum sjálfir. En þetta eru ekki bara trúarbrögð í Írak þetta tilheyrir einnig trúarbrögðum hér á landi þó við búum við þær blessunarlegu aðstæður að hér er fólk ekki tekið af lífi og þau trúarbrögð stjórna ekki lögum og reglum í landinu. Þetta er hræðileg heimska - ef menn trúa á Guð á annað borð, eiga þeir þá ekki að trúa því líka að sköpunarverk hans, svo sem samkynhneigðir, eigi að njóta sömu virðingar og réttlætis og aðrir? Það var hræðilega sárt að lesa þessa frétt í dag sem ég fékk ábendingu um af vefdagbók Sverris Páls Erlendssonar - takk Sverrir Páll fyrir að benda á svona hluti þó lífið væri óneitanlega bjartara ef maður væri án frétta sem þessarra þá þýðir ekkert annað en horfast í augu við raunveruleikann.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.