Nú um helgina var hin mikla Gay Pride ganga í Reykjavík þar sem mikill mannfjöldi var saman kominn. Sú ánægjulega staðreynd að breið fylking landsmanna gengur með samkynhneigðum þennan dag sýnir svo ekki verður um villst að við Íslendingar viljum að þessir samborgarar okkar búi við sama rétt og aðrir. Rétturinn til barneigna og hjónabands hlýtur að vera jafnt sam- og tvíkynhneigðra sem og allra annarra. Í því felst einnig réttur til ættleiðingar og tæknifrjóvgunar. Þessu þarf að breyta í íslenskum lögum. Síðan þarf að leggja áherslu á að tryggja jafnan rétt homma og lesbía til íþróttaiðkunar og brýnt að forsvarsmenn íþróttahreyfingarinnar, bæði stjórnendur og þjálfarar, tryggi rétt þeirra til iðkunar og þeir sem æfa íþróttir að koma fram við þessa meðborgara okkar eins og þeir vilja að komið fram við þá sjálfa.
Leggjumst öll á eitt við að tryggja fullan rétt homma og lesbía.
Leggjumst öll á eitt við að tryggja fullan rétt homma og lesbía.
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri