« Myndablogg | Aðalsíða | Myndablogg »

Föstudagur 5. ágúst 2005

Sjónvarp augnabliksins

thumb_current_black.jpg Ég varð mjög hrifin þegar ég fór að skoða nýja tegund af sjónvarpi í Bandaríkjunum sem kallast Current TV sem mætti útleggja sem sjónvarp augnabliksins. Helsti munurinn er sá að nú er ekki einstefna frétta til áhorfandans heldur bæði ákvarðar fólk sjónvarpsefnið sem og skapa það. Niðurstöður helstu leita á Google eru aðalmálin á Current TV s.k. Google Current, og síðan eru þættir sem áhorfendur búa til og senda inn. Öll atriði eru stutt og hægt að sjá á skjánum hvað er eftir þegar byrjað er að horfa. Sjónvarpið er ekki pólitískt þrátt fyrir að Al Gore sé stjórnarformaður.

Þetta er flottasta hugmynd af sjónvarpi sem ég hef séð og hef fengið haug af hugmyndum sem tengjast því. Nú þurfum við bara svona sjónvarp á Íslandi, þetta er nútíminn.

kl. |Pólitík / Ymislegt

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.