Nú um helgina er verið að stofna kvennahreyfingu Samfylkingarinnar á Hótel Örk í Hveragerði. Hér eru um eitt hundrað konur víða að af landinu og stilla saman strengina. Margir telja að jafnrétti kynjanna sé náð og nú sé nóg komið. Að mínu mati er slík afstaða alger blinda á raunverulega stöðu eins og hún er. Nægir að nefna síðustu úttekt Hagstofu Íslands á stöðu karla og kvenna árið 2004 sem út kom á þessu ári. Því skiptir miklu að efla stöðu kvenna - beggja kynja vegna - til að ná góðum árangri í lífi og starfi.
Hér eru nokkrar myndir...
Hér eru nokkrar myndir...
Álit (4)
Ingibjörg Sólrún er í mega-flottum bol! Að öðru leyti líst mér ekki á samkomuna ...
Laugardagur 17. september 2005 kl. 15:12
Veitir víst ekki af öllu tiltæku til að ná a.m.k. launajafnrétti. Gangi ykkur vel.
Laugardagur 17. september 2005 kl. 19:26
Harpa mín, það voru ferlega flott föt þarna ef það er málið;-) Ég kannski gleymdi að mynda það;-)
Sunnudagur 18. september 2005 kl. 19:29
Satt sys, það er heilmikið í land!
Sunnudagur 18. september 2005 kl. 19:30
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri