« Haustar | Aðalsíða | Kosningaloforðin 2007 »

Þriðjudagur 6. september 2005

Símapeningarnir - hvert fara þeir?

Nú á að tilkynna síðdegis hvernig stjórnarflokkarnir ætla að eyða peningunum sem við fengum fyrir Símann. Samkvæmt RÚV nú áðan þá er það í "Miklum hluta fjárins verður varið til byggingar nýs hátæknisjúkrahúss, fé fer til lagningar Sundabrautar og til niðurgreiðslu skulda svo eitthvað sé nefnt." Það er gríðarlega mikilvægt að þessu fé sé ráðstafað skynsamlega þannig að það nýtist til lengri tíma og því er mjög skynsamlegt að nýta hluta þess til að greiða niður skuldir enda losnum við við vexti af skuldinni. Besta arðsemin er væntanlega fólgin í því þar sem það losar okkur til lengri tíma undan afborgunum og vaxtabyrði. Enda má gera ráð fyrir að minni peningar komi inn til að standa undir þeim þegar hagnaður Símans fer ekki í ríkiskassann.


Ég hinsvegar áttaði mig ekki á að hugsunin um að setja pening í sjúkrahús fjallaði um "nýtt hátæknisjúkrahús" og held að það hljóti að vera misskilningur minn eða þess sem ritar fréttina. Nú nýverið er búið að sameina stóru sjúkrahúsin á höfuðborgarsvæðinu og undarlegt að fara að byggja nýtt sjúkrahús nema menn ætli að gera það annarsstaðar á landinu sem væri mjög spennandi.

Sundabrautin er mjög mikilvæg samgöngubót enda gríðarlega mikilvægt að aðgengi að höfuðborginni sé lipurt og gott bæði fyrir okkur sem sækjum þangað þjónustu en ekki síður fyrir þá sem búa þar að komast til okkar hinna;-) Samgönguleiðir við borgina á landi eru hættulega litlar og þröngar sem getur kostað miklar hættur verði höfuðborgin fyrir hamförum eða þegar umferð er mikil. Á örskotsstundu er hægt að einangra höfuðborgina eins og hún er í dag og því er þetta öryggismál sem skiptir miklu.

En þetta fáum við allt að vita síðar í dag og þá er bara að sjá hversu skynsamlegir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru í ráðstöfunum sínum. Þetta fáum við allt að vita síðar í dag.

kl. |Pólitík

Álit (1)

Já, ég held að það væri nær að nýta betur þau sjúkrahús sem eru þegar til, við eigum slatta af þeim sem sum standa með auðar deildir sem hefur verið lokað í sparnaðarskyni. Ég held að það væri nær að nota það pláss og þá aðstöðu áður en fleiri tugum milljóna er hellt í steypu og stál í nýju sjúkrahúsi. Menn eru of mikið tilbúnir til að henda upp fleiri byggingum, en tíma svo ekki að borga þeim sem reka þær.

Þriðjudagur 6. september 2005 kl. 14:47

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.