Það var virkilega ánægjulegt að lesa nýja frétt á vef Raufarhafnarhrepps um ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2004. Eins og kunnugt er gekk reksturinn illa og nýr sveitarstjóri var ráðinn Guðný Hrund Karlsdóttir sem hefur gengið ákveðin til verka. Árangurinn blasir við og nú hefur eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga lýst því yfir að hún þurfi ekki að hafa afskipti af rekstri Raufarhafnarhrepps. Breytingarnar hafa verið erfiðar fyrir Raufarhafnarbúa þar sem allir þurftu að leggjast á eitt til að ná árangri. Slík samstaða hefur greinilega náðst og eiga sveitarstjórinn og íbúarnir hrós skilið. Eftir standa ýmsir erfiðleikar sem gera þeim erfitt fyrir en með sama áframhaldi er full ástæða til að vera bjartsýnn fyrir hönd hinnar fallegu Raufarhafnar.
« Dreki og súkkulaði | Aðalsíða | Ljósár »
Miðvikudagur 21. september 2005
Álit (5)
Skilgreindu "fallegu" fyrir mig, ljúfan ;)
Miðvikudagur 21. september 2005 kl. 19:36
http://www.barnaland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=2671316&advtype=52&page=1
Fimmtudagur 22. september 2005 kl. 04:08
Harpa mín,
fallegt er: gott fólk, falleg náttúra, ríkt fuglalíf, íðilfagur viti, ótrúlega flott fjörugrjót, frábær matur á hótelinu og svo margt margt fleira.
Fimmtudagur 22. september 2005 kl. 08:44
Kíkti á þessa umræðu sem þú bentir á Hanna frá Barnalandi. Það er auðvitað ekki fyrir hvern sem er að þola menninguna sem þar birtist stundum. En þetta er samfélagið sem þátttakendur hafa búið til og vilja lifa í. Ég er enn þeirrar skoðunar að það ætti betur heima annarsstaðar en innan um barnasíður. Sjálfsmorðstilraunir eru alvarlegt mál og það er ástæða fyrir því að mannveran hefur reynt að koma sér upp ákveðinni kurteisi í samskiptum því maður veit aldrei um hvað aðrir eru að fást við í rauninni í lífi sínu. Síðan er ekki gott að vita hvað maður ræður við sjálfur þegar á hólminn er komið. Það er auðvelt að vera brattur í munninum.
Fimmtudagur 22. september 2005 kl. 09:14
Þú gleymdir "fögur gen" í upptalningunni :)
Ég renndi líka yfir þessa umræðu á barnalandi, sem styrkti mig enn frekar í þeim ásetningi að lesa ekki barnaland.
Fimmtudagur 22. september 2005 kl. 09:43
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri