« Berjumst konur! Látum ekki plata okkur! | Aðalsíða | Papalangi »

Laugardagur 29. október 2005

Prófkjör í Samfylkingunni

Síðast liðna viku hef ég verið á kafi í vinnu við prófkjör Samfylkingarinnar á Akureyri. Ég var fyrst formaður nefndar sem vann að reglum fyrir prófkjörið og síðan formaður prófkjörsnefndar. Prófkjörið hefur gengið afar vel í framboði eru tólf einstaklingar allir mjög efnilegir á framboðslista flokksins. Í dag var opinn fundur með frambjóðendum í Lárusarhúsi og mættu milli 40 og 50 manns sem mér þótti afar gott. Frambjóðendur eru mjög duglegir í þessu krefjandi hlutverki enda fátt erfiðara en að keppa við félaga sína og vini um sæti á lista. Þau standa vel saman í framboðinu á sama tíma og þau eru að keppa sín á milli. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta allt fer en kjördagur er eftir viku þann 5. nóvember. Ég er búin að læra heilmikið á þessu hingað til og á örugglega eftir að læra miklu meira áður en prófkjörið er búið;-)

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.