Færslur í nóvember 2005

« október 2005 | Forsíða | desember 2005 »

Þriðjudagur 1. nóvember 2005

Einelti á Netinu

Vinkona mín benti mér á vef sem fjallar um einelti á Netinu eða Cyberbullying sem ég hef áður talað um inn á þessari síðu í ýmsu samhengi. Verð að geyma hana til lestrar síðar þar sem ég er á kafi út af prófkjörinu, vinnunni og undirbúningi árshátíðar. Væri gaman að fá athugasemdir ef einhver má vera að því að lesa þetta.

kl. |Menntun || Álit (3)

Fimmtudagur 3. nóvember 2005

Átján komma sex

Mitt í amstri hversdags og prófkjörs er um að gera að gleðjast yfir því að hafa lést um 18,6 kíló, mér miðar hreint alveg prýðilega frá því ég byrjaði að fylgja mataræði Íslensku viktarráðgjafanna. Ég byrjaði 24 maí og hafði nú ekki mikla trú á því að þetta tækist hjá mér en hægt og bítandi hefur mér tekist að borða af mér og er núna bara lukkuleg þegar ég lít í spegil. Að vísu hef ég fengið allan tímann athugasemdir um að nú sé nóg komið og nú sé alveg að koma að því að ég verði horuð og tekin í framan. Ég er ekkert teknari í framan né ellilegri nema síður sé þannig að ég held áfram einbeitt og stefni að því að komast í mína kjörþyngd. Maturinn góður og lífið gott;-)

kl. |Tilveran || Álit (13)

Fimmtudagur 3. nóvember 2005

Formaður fær ráð frá Danaveldi

Formanni Samfylkingarinnar á Akureyri var í gær færður gagnapakki frá formanni dönsku jafnaðarmannanna Helle Thorning-Schmidt sem mun án efa nýtast í komandi kosningum. Það var Gísli Baldvinsson sem kom með pakkann til formannsins og afhenti hátíðlega í gærkvöldi. Viðstaddir fundarmenn lögðust þvínæst yfir efnið sem þótti um margt afar skemmtilegt og myndi nýtast vel í næstu kosningabaráttu.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Pólitík || Álit (0)

Mánudagur 7. nóvember 2005

Prófkjöri lokið

Þá er prófkjöri Samfylkingarinnar lokið hér á Akureyri og það gekk allt virkilega vel. Ég var mjög ánægð með að fá að starfa fyrst sem formaður nefndar um reglurnar í prófkjörinu og síðan sem formaður kjörnefndarinnar. Með mér voru frábærir menn þeir Hilmir Helgason og Hreinn Pálsson. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi að vinna með þeim. Guðrún Kristjánsdóttir í Hrísey var potturinn og pannan í prófkjörinu þar og hún var alger fjársjóður að vinna með. Handtökin við eitt prófkjör eru ótrúlega mörg, gæta þess að frambjóðendur njóti sín í framboði, sjá til þess að utankjörfundaratkvæði gangi vel og menn geti kosið nánast hvar sem er, fundir, auglýsingar og skipulag af öllu tagi.

Continue reading "Prófkjöri lokið" »

kl. |Pólitík || Álit (0)

Miðvikudagur 9. nóvember 2005

Jöfnuður - sumir jafnari en aðrir?

Jöfnuður er hugtak sem ég er ekki viss um að menn skilji lengur vegna kappsemi við að eignast peninga - mikla peninga. "Þú verður bara að borga það sem það kostar" er viðkvæðið og smá saman hefur dregið úr jöfnuði Íslendinga. Sú hugsun að jafna milli manna þannig að hver Íslendingur geti lifað með reisn og ákveðnu stolti virðist á undanhaldi þrátt fyrir að menn geti leikið sér með jafnrétti og jöfnuð í orðræðu þá eru þessi hugtök að verða marklaus.

Continue reading "Jöfnuður - sumir jafnari en aðrir?" »

kl. |Pólitík || Álit (1)

Fimmtudagur 10. nóvember 2005

Sprengt í Amman

Ég les og heyri, eins og aðrir, oft um sprengingar hér og þar í heiminum. Hvað margir hafa dáið og hvað tjónið er mikið í peningum. Því miður venst ég þessum fréttum og þær fá dálítið óraunverulegt yfirbragð. Í dag var hinsvegar annað upp á teningnum þegar ég las um sprengingar á hótelum í Amman í Jórdaníu. Þar var ég á hóteli í mars s.l. Hótel Intercontinental sem varð ekki fyrir þeim árásum sem nú eru en engu að síður verður þessi atburður talsvert nær. Jórdanía er afar fallegt land, staðsett nálægt ólgu viðburða en samt sem áður er erfitt að gera sér í hugarlund að maður gengi um gestamóttöku einn dag og lifði ekki meir. Í dag verða fórnarlömbin nálæg.

kl. |Pólitík || Álit (0)

Laugardagur 12. nóvember 2005

Tónlistartíminn

Þá er kominn tónlistartími ársins. Við Gísli ætlum að klára annan disk fyrir jólin núna og senda með jólakortunum. Okkur þykir það svo ferlega skemmtilegt. Ég er byrjuð að setja lögin hér inn, en okkur sýnist að við náum 10-12 lögum áður en við hættum. Þetta eru ýmis lög frá árinu, frá brúðkaupi Hildu Jönu, og margt fleira minnisstætt. Því verður diskurinn líklega kallaður Atvik 2005 eða Atvik II í framhaldi af þeim sem við gáfum út í fyrra. Gísli var að taka upp lag sem hann kallar Tréð sem er í alveg nýjum stíl ferlega flott. Hægt er að hlusta á lögin ef farið er undir tónlist hér til vinstri og síðan undir Atvik 2 sem er vinnuheitið á diskinum. Væri gaman að heyra hvernig lesendum líst á það sem er komið.

kl. |Tilveran || Álit (5)

Þriðjudagur 15. nóvember 2005

Think London

Spennandi staður til að mynda tengsl. Ferðin um tæknigarða í Bretlandi byrjar vel.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Þriðjudagur 15. nóvember 2005

Í London

Nú er haldið áfram í háskóla austur London. Erum með eigin rútu.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (1)

Miðvikudagur 16. nóvember 2005

Cambridge

Cambridge er sannarlega fallegur staður og hingað væri gaman að fara í frí og læra. Erum nú í Science Park.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Miðvikudagur 16. nóvember 2005

Engin börn á svölunum

Við rákumst á ýmsar sérkennilegar reglur en þessi var toppurinn, engin börn undir 16 ára á svölunum sem voru ekki einu sinni háar. En þær voru við vatn. Cambridge Science Park.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Miðvikudagur 16. nóvember 2005

Í rútunni

Benedikt og Þorsteinn ferðafélagarnir frá Akureyri.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Miðvikudagur 16. nóvember 2005

Coventry

Komin til Coventry í tæknigarð háskólans
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Miðvikudagur 16. nóvember 2005

Technology Park, Coventry

Skemmtileg heimsókn í Conventry University Technology Park. Bensi og Steve tala við starfsmenn um hvernig þeir vinna með frumkvöðlum og þróa útfærslu með háskólanum.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Miðvikudagur 16. nóvember 2005

Í Birmingham

Kynning í Birmingham um West Midlands og hvaða tækifæri væri að finna þar.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Miðvikudagur 16. nóvember 2005

Birmingham

Á leið á indverskt veitingahús í Birmingham í fallegri verslunarmiðstöð sem heitir "Mailbox". Sem betur fer voru allar búðir lokaðar;-)
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (1)

Fimmtudagur 17. nóvember 2005

Á ferð

Þá erum við lögð af stað frá Birmingham á leið til Manchester. Þar munum við skoða Science Park, Infolab21 í Lancaster, fulltrúa fyrirtækja o.fl. Endum daginn síðan í Newcastle. Í þessari ferð er margt að læra!
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Fimmtudagur 17. nóvember 2005

Eftir rútuferð

Manchester Science Park, Þorsteinn og Elsa gera æfingar eftir rútuferð. Tímarnir í rútunni voru margir en tíminn var fljótur að líða með góðum ferðafélögum.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Fimmtudagur 17. nóvember 2005

Manchester Science Park

Bensi og Elsa við KEA kúna í Manchester.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Fimmtudagur 17. nóvember 2005

Lancaster háskóli

Lancaster háskóli, ferðafélagarnir arka áhugasamir á staðinn.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Fimmtudagur 17. nóvember 2005

Infolab21 í Lancaster

Í þakgarði fyrir utan Infolab21 í Háskólanum í Lancaster. Jonas og Þorsteinn tala við heimamenn.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (1)

Föstudagur 18. nóvember 2005

Cathorne hotel í Newcastle

Jón frá IMPRU og Steve frá Marorku. Nú erum við í Newcastle.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Föstudagur 18. nóvember 2005

NetPark í Durham

Patric og Jonas fyrir framan NetPark í Durham.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (1)

Föstudagur 18. nóvember 2005

Fabrian Centre

Elsa, Gunnar og Christian fræðast um Fabrian Centre hjá Joyce Gibson.
Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Laugardagur 19. nóvember 2005

Komin heim

Þá er ég komin heim eftir fræðandi og skemmtilega ferð um Bretland. Markmið ferðarinnar var að skoða vísinda- og tæknigarða í Bretlandi. Skipulag ferðarinnar var einstakt og á Elsa Einarsdóttir frá breska sendiráðinu hér heima miklar þakkir fyrir frábært utanumhald og notalega návist í ferðinni. Margt kom á óvart, fyrst og fremst hversu mikill rekstur er á þessu sviði í Bretlandi og hversu miklir möguleikar eru á stuðningi við stofnun, rekstur og markaðssetningu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í landinu. Einnig hversu öflug vinna er í kringum s.k. "Business Development Managers" á hverju svæði fyrir sig.

Continue reading "Komin heim" »

kl. |Ferðalög || Álit (0)

Þriðjudagur 22. nóvember 2005

Kyngreining

Ég kíkti á innlegg Sverris Páls þar sem hann er kyngreindur sem talsvert meiri kona en karl. Ég ákvað því að kanna samviskusamlega hvernig væri komið fyrir mér í þessu máli og hér er niðurstaðan:
Your Brain is 46.67% Female, 53.33% Male
Your brain is a healthy mix of male and female You are both sensitive and savvy Rational and reasonable, you tend to keep level headed But you also tend to wear your heart on your sleeve
Habbarrasonna;-)

kl. |Tilveran || Álit (6)

Laugardagur 26. nóvember 2005

Myndablogg

Mynd sendi: Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. ||| Álit (0)

Mánudagur 28. nóvember 2005

Talblogg


#
Skilaboð sendi Lára
Sent með GSMbloggi Hex

kl. ||| Álit (0)

Knúið af Movable Type 3.33
Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.