« Formaður fær ráð frá Danaveldi | Aðalsíða | Jöfnuður - sumir jafnari en aðrir? »

Mánudagur 7. nóvember 2005

Prófkjöri lokið

Þá er prófkjöri Samfylkingarinnar lokið hér á Akureyri og það gekk allt virkilega vel. Ég var mjög ánægð með að fá að starfa fyrst sem formaður nefndar um reglurnar í prófkjörinu og síðan sem formaður kjörnefndarinnar. Með mér voru frábærir menn þeir Hilmir Helgason og Hreinn Pálsson. Það var mjög lærdómsríkt og gefandi að vinna með þeim. Guðrún Kristjánsdóttir í Hrísey var potturinn og pannan í prófkjörinu þar og hún var alger fjársjóður að vinna með. Handtökin við eitt prófkjör eru ótrúlega mörg, gæta þess að frambjóðendur njóti sín í framboði, sjá til þess að utankjörfundaratkvæði gangi vel og menn geti kosið nánast hvar sem er, fundir, auglýsingar og skipulag af öllu tagi.


Nú liggur fyrir að fara yfir hvernig gekk og skrifa það hjá sér þannig að sú reynsla og þekking sé til fyrir næsta prófkjör.

Þetta var ferlega gaman og nú er bara að sjá hvernig uppstillingarnefndin sér næstu sæti fyrir sér.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.