Færslur í desember 2005
« nóvember 2005 |
Forsíða
| janúar 2006 »
Föstudagur 2. desember 2005
Í dag er stór dagur og virkilega spennandi. Bók áhugaljósmyndara á
www.ljosmyndakeppni.is kemur út en hún heitir Ljósár. Ég er með tvær myndir í bókinni og er auðvitað búin að fara þessa tilfinningarúllettu að mínar myndir séu alverstar í bókinni. En svo finnast mér þær bara í góðu lagi stuttu síðar. Ég er hinsvegar stolt af mér að taka þátt og hlakka virkilega til að sjá bókina síðar í dag en við sem erum hér fyrir norðan ætlum að hittast á Kaffi Amor um hálf sex og þá kemur bókin. Ég hlakka líka til að hitta Helgu Kvam sem er með mér í þessu, hún er frábær ljósmyndari og var að vinna keppni. Við höfum ekki hist ennþá en spjallað saman í síma og á netinu. Þannig að þetta er virkilega spennandi dagur;-)
kl. 09:24|
||
Föstudagur 2. desember 2005
Ég ætla að halda erindi á Rotaryfundi í dag í klúbbnum mínum þ.e. Rotaryklúbbi Akureyrar. Þar sem það urðu forföll mun ég fyrst fara með ljóð og síðan stutt erindi. Ég hef valið ljóð úr ljóðabókinni Norðaustan ljóðátt sem Ólafsfirðingar gáfu út en þar eru mjög falleg ljóð eftir hann Gísla minn sem fjalla um þegar hann var ungur drengur í Ólafsfirði. Þar lék hann sér mikið með Ægi Ólafssyni og eru ljóðin um þá félaga saman. Síðan ætla ég að tala um ferðina til Bretlands og kannski spila eitt af nýju lögunum mínum. Til að auðvelda mér vinnuna ætla ég að setja hér inn tengla á þær stofnanir sem ég ætla að tala um;-)
Continue reading "Rotaryfundur" »
kl. 10:31|
||
Mánudagur 5. desember 2005
Klukkan 00:35 þann 05.12.05 fékk ég þriðja barnabarnið og þriðju stelpuna! Búin að vera harla spennt og gat ekki farið að sofa. Fór í kvöld til Hildu Jönu og Ingvars Más og passaði þær litlu þegar hríðarnar voru komnar í gang. Ég verð að viðurkenna að maður fær verki í magann þegar maður sér blessað barnið sitt með hríðar. Úff... En allavega sú stutta er mætt og víst harla lík Ísabellu Sól nema með tvo spékoppa í stað eins;-) Hlakka til að sjá hana á morgun og farin að sofa;-)
kl. 01:07|
||
Mánudagur 5. desember 2005

Hér kemur þá mynd af þeirri litlu. Menn rýna í hverjum hún er lík með sína tvo spékoppa. Hún er lúin eftir áreynsluna og vill helst hvílast eins og önnur börn á hennar aldri;-) Er hún ekki alveg eins og
Ísabella Sól var á fyrsta degi?
kl. 10:47|
||
Þriðjudagur 6. desember 2005
Þá er nýja barnabarnið komið heim og komin með nafn, Sigurbjörg Brynja. Sigurbjörg í höfuðið á langömmu sinni móðurömmu Ingvars Más og Brynja af því það er svo fallegt segir Hilda Jana. Það er frábært að fá nafn strax og vera ekkert að þvælast með einhver gúllígúllí nöfn. Ísabella Sól var sterklega þeirrar skoðunar að þessi hreyfanlega dúkka ætti ekki heima í fangi móður sinnar þar ætti hún sjálf heima. Þetta verða viðbrigði fyrir blessaða stúlkuna ég man ennþá þegar foreldrar mínir hættu að halda á mér, algert sjokk;-)
kl. 09:18|
||
Þriðjudagur 6. desember 2005
Eftir ferð mína til Bretlands um daginn að skoða hvað hátækifyrirtækjum stendur til boða í því landi hef ég verið mjög hugsi yfir því hvort það sé yfir höfuð skynsamlegt fyrir þessi fyrirtæki að vera hér á landi þar sem rekstrarforsendur eru allar aðrar. Ríkisstjórn Kanada bjóða þessum fyrirtækjum einnig alskyns fyrirgreiðslu og þangað eru einhver fyrirtæki farin frá Íslandi. Á sama tíma er Netsamband við Ísland ótraust og þau fyrirtæki sem eru hér eiga erfitt með að afhenda vöru sína um netið og verða því að flytja gögnin úr landi og hafa þau á tölvum í löndum þar sem netsamband er tryggara. Við erum á hættulegri braut - stórhættulegri. Hátæknifyrirtækin eru alls ekki bara fyrir háskólamenn því háskólamenntaðir starfsmenn eru frá 20%-70% starfsmanna.
Continue reading "Hátæknifyrirtækin farin?" »
kl. 09:29|
||
Miðvikudagur 7. desember 2005
Já ég er sannur Pjúsari - eins og segir í þjóðsöng
Pjúsarafélags Íslands og þar njótum við unaðssemda hins tæknivædda heims. Í dag felast þær í nýrri borðtölvu sem keypt var til að vinna ýmsar nauðsynjar. Þetta er sumsé
Pavilion tölva frá HP sem bætt er í einu gígabæti. Nú er bara að njóta og setja upp;-)
kl. 15:45|
||
Föstudagur 9. desember 2005
Mánudagur 12. desember 2005
Þá veit ég loksins hvað ég er;-)
Skáldajötunn
Þú ert nýjungagjarn, tilfinningaríkur innipúki.
Skáldajötunninn er svo opinn fyrir nýjungum á sviði lista og menningar að honum tekst að sjá list út úr óbreyttri skranhrúgu eða einmana slettu á striga. Skáldajötunninn tekur til í herberginu sínu og kallar það listrænan gjörning. Hann er mjög líklega með óskrifaða skáldsögu í hausnum eða óútgefna bók í skrifborðsskúffunni, þ.e. ef hann hefur ekki þegar fengið bók sína útgefna.
Skáldajötunninn lifir fyrir listina og myndi frekar kaupa blek fyrir fjaðurstafinn sinn heldur en brauðhleif þótt hann hefði farið án matar svo dögum skipti. Hann unir sér vel einn með eigin hyldjúpu hugsunum.
Hvaða tröll ert þú?
kl. 00:32|
||
Miðvikudagur 14. desember 2005
Málum miðar hægt þegar kemur að því að bera virðingu fyrir skoðunum kvenna og gera þeim hátt undir höfði í fjölmiðlum. Konur eru innan við fjórðungur þeirra sem fjalla um fréttatengt efni og þær eru einnig um fjórðungur þeirra sem fjallað er um. Nú er mér ekki ljóst hvort þetta tengist á einhvern hátt en ljóst er að hér þarf virkilega að bæta úr málum. Þetta kemur fram í
fréttatilkynningu á vef menntamálaráðuneytisins.
Continue reading "Hafa konur ekkert að segja?" »
kl. 18:15|
||
Fimmtudagur 15. desember 2005
Í grein sem birtist á vef iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins
um þróun húsnæðisverðs í landinu má finna eftirfarandi
"Ráðstöfun opinberra fjármuna vegna rekstrar opinberra stofnana virðist meiri á höfuðborgarsvæðinu en tekjuöflun opinberra aðila á svæðinu gefur tilefni til. Með slíkum tilfærslum á fjármunum á milli svæða landsins, frá landsbyggð til höfuðborgar, má færa fyrir því rök að slíkt styrki svæðisbundinn hagvöxt á höfuðborgarsvæðinu en dragi úr honum á landsbyggðinni." Hér er sumsé staðfest einu sinni enn að fjármunir eru fluttir frá landsbyggðinni í opinberan rekstur á höfuðborgarsvæðinu. Smá saman er verið að láta landsbyggðinni blæða út og þétting byggðar í kringum höfuðborgina meiri á Íslandi en þekkist í heiminum.
Continue reading "Fjármunir teknir frá landsbyggðinni" »
kl. 10:09|
||
Föstudagur 16. desember 2005
Ég finn ekki orðið "podcasting" á íslensku. Getur einhver hjálpað mér með það?
Podcasting er samkvæmt
Wikipedia hugtak yfir það að nýta mismunandi tækni til að dreifa hljóði eða hreyfimynd á Internetinu. Það er ólíkt öðrum dreifimáta gagna af þessari gerð þar sem gögnin fara sjálfkrafa á tölvu notandans. Podcasting gerir sjálfstæðum framleiðendum möguleikann á að birta efni, útvarpa hljóði eða mynd á nýjan hátt. Áskrifendur gera safnað ýmsum þáttum til að hlusta eða horfa á þegar það hentar. Podcasting er ólíkt hefðbundnu hljóð- eða sjónvarpi (sem bera samheitið útvarp) sem varpa út einungis frá einni uppsprettu hverju sinni (T.d. Rás 2 eða Stöð 2) og á ákveðnum tíma skilgreindum af þeim sem sendir út. "Straumur" (streaming) gagna frá Netinu rýfur tímamúrinn en er þó enn afmarkað frá einni uppsprettu. S.k. "Aggregating" forrit sem safna gögnum frá ýmsum stöðum er einmitt stór þáttur í vinsældum þeirra sem hlusta á "podcasting". Uppspretta nafnsins iPod er einmitt sama pod og í podcasting.
Continue reading "Podcasting" »
kl. 09:45|
/
||
Sunnudagur 18. desember 2005
Fór áðan og sótti nýja diskinn okkar Gísla, sem kallast Tilveran, í fjölföldun hjá
MoGo í Ólafsfirði. Hann er held ég bara betri en sá sem við gerðum í fyrra svo okkur fer fram;-) Þeir sem lýsa því yfir hérna á síðunni að þá langi í diskinn geta fengið hann - enda teljast menn þá hafa unnið fyrir honum;-) Hlakka til að heyra hvað menn segja. Þarna eru lögin úr brúðkaupinu hennar Hildu Jönu, Formannsslagarinn, jafnaðarmannalag og margt fleira. Gísli er með þrælgóð lög t.d. eitt sem er útsett í ferlega flott trompetsóló. Framan á diskinum er
girðingarmyndin sem var í
Ljósár.
kl. 23:38|
||
Fimmtudagur 22. desember 2005
Ég erbúin að horfa talsvert á auglýsingu Símans sem ber titilinn "Sælir eru hófsamir". Heimilisfaðirinn liggur að því er virðist dauður fyrir framan jólatréð og pakkana en dæturnar tvær (varla konan hún er svo ung) eru glaðar og brosandi með pakka og síma. Af brosinu á stúlkukindinni að dæma er hún ekki að hringja í 112 þó pabbi sé dauður. Nú er spurningin hvort pabbi keyrði sig út fyrir jólin til að geta keypt símagóðgæti fyrir telpurnar sínar og hafi andast á endasprettinum.
Continue reading "Dauður pabbi - Jólaauglýsing Símans" »
kl. 14:35|
||
Laugardagur 24. desember 2005

Ég óska öllum sem heimsækja síðuna mína gleðilegra jóla.
Við Gísli minn vorum hjá Hildu Jönu og Ingvari Má í kvöld en hér er mynd af þeim sem tekin var áðan ásamt barnabörnunum mínum Hrafnhildi Láru sem verður 9 ára í janúar, Ísabellu Sól sem er eins árs og Sigurbjörgu Brynju sem fæddist 5. desember.
Hér eru jólamyndir. Það var heilmikið um pakka og nóg að stússast hjá stúlkunum sem voru harla kátar. Þetta var fínt kvöld við elduðum saman og þetta var miklu líflegra en að sitja tvö heima því Gísli Tryggvi fór með Söndru unnustu sinni til foreldra hennar. Á morgun er hinsvegar fjölskylduboð hérna og þá verður líf og fjör í bænum.
kl. 22:17|
||
Þriðjudagur 27. desember 2005
Nú eru hinir stjórnmálaflokkarnir að fara að velta fyrir sér prófkjörum, löngu á eftir okkur Samfylkingarmönnum. Vinstri grænir verða með sitt 21. janúar bindandi í efstu sex sætin. Þar á eftir Sjálfstæðismenn þann 11. febrúar og síðastir verða líklega Framsóknarmenn en dagsetninguna þeirra fann ég ekki. Það er einnig opnasta prófkjörið því menn verða að ganga í Vinstri græna og Sjálfstæðisflokkinn til að kjósa en einungis lýsa yfir stuðningi við Framsókn til að geta kosið þar.
Continue reading "Prófkjör á Akureyri" »
kl. 21:18|
||
Miðvikudagur 28. desember 2005

Ég er búin að vera að sýsla í ljósmyndun í dag og prófa hitt og þetta. Þessi hér er t.d. vetrarmynd en einhvernvegin er hægt að ná grænu litunum fram engu að síður undarlegt nokk. Síðan vann ég mynd af klaka en ég er afar hrifin af því hvernig ís formar sig. Hrafnhildur Lára fann hann handa mér út á Brávöllum þegar við vorum úti að ganga með Kát. Á eftir að vinna fleiri myndir úr þeirri seríu. Hér er
afraksturinn, ég er ekki orðin nógu leikin með brennslutólin en þetta er að koma - er það ekki?
kl. 01:47|
||
Föstudagur 30. desember 2005
Þá er Oktavía gengin til liðs við Sjálfstæðismenn en áður hefur hún starfað með Alþýðuflokknum og farið í framboð fyrir Þjóðarflokkinn 1990, ég held hún hafi farið til baka til Alþýðuflokksins og svo í framboð fyrir Akureyrarlistann 1998, Samfylkinguna 2002 og nú er hún gengin til liðs við sinn fimmta flokk. Ekki þarf að örvænta því hún gæti farið fram með Framsókn 2010 og VG 2014 og þá orðin nokkuð sögulegur pólitískur flakkari - sjöstjarna. Sjónarmiðum sín telur hún betur borgið undir stjórn Kristjáns Þórs en sinni eigin stjórn sem leiðtogi Samfylkingarinnar á Akureyri og verður þá að viðurkennast að líklega veit hún sjálf best hver er besti stjórnandi sinn. Ég sem Samfylkingarrati hélt að hún væri að flytja sína eigin stefnu þegar hún vann fyrir okkur en í dag las ég í mbl.is að það væri alltsaman plat hún var ekki með eigin hugmyndir - heldur hugmyndir sem hún var ekkert sátt við. En þegar menn geta ekki stjórnað sér sjálfir er auðvitað hárrétt að fá einhvern annan til að stjórna sér. Svo ég reyni að útskýra þetta fyrir mér þá var hún sumsé að andmæla sjálfri sér er hún andmælti Kristjáni í bæjarstjórn en Kristján var að flytja hennar skoðanir. Eða þá að þau eru í rauninni eitt og þetta hafi verið innri hugsanir eins og í teiknimyndum þegar skrattinn situr á annarri öxlinni og engillinn á hinni. Kannski er Oktavía samviska Kristjáns Þórs.
Continue reading "Fimmti flokkur Oktavíu" »
kl. 02:14|
||
Föstudagur 30. desember 2005
Mér til mikillar undrunar er búið að loka vefnum
www.islendingur.is og þar ekkert að finna nema bleðil um prófkjör. Sjálfstæðismenn eru greinilega orðnir hræddir um hvað þeirra eigin menn segja og loka á málfrelsið. Líklegt má telja að flokksforystan óttist að einhverjir þeim óvilhallir geti náð þar að segja frá sér og það er auðvitað ekki hægt í flokki Kristjáns Þórs og Önnu Þóru formanns prófkjörsnefndar. Líklega vilja þau sjálf stýra bakvið tjöldin hvað gerist í flokknum og fyrst þau fengu ekki að stilla þessu sjálf upp eins og venjulega er lokað á mál- og ritfrelsi og þá reynt að tryggja að þau sjálf geti samt sem áður stjórnað hvernig allt fer.
Continue reading "islendingur.is Lokar" »
kl. 12:18|
||