« Skáldaþurs | Aðalsíða | Fjármunir teknir frá landsbyggðinni »

Miðvikudagur 14. desember 2005

Hafa konur ekkert að segja?

Málum miðar hægt þegar kemur að því að bera virðingu fyrir skoðunum kvenna og gera þeim hátt undir höfði í fjölmiðlum. Konur eru innan við fjórðungur þeirra sem fjalla um fréttatengt efni og þær eru einnig um fjórðungur þeirra sem fjallað er um. Nú er mér ekki ljóst hvort þetta tengist á einhvern hátt en ljóst er að hér þarf virkilega að bæta úr málum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef menntamálaráðuneytisins.
Einnig kemur fram að þær konur sem koma eru hlutfallslega talsvert yngri en karlarnir eldri. Þegar kemur síðan að íþróttafréttum þá eru hlutföllin þau að í 88% tilfella er verið að tala við karla um hreyfingar sínar. Oftast heyrir maður nefnt að ástæða fyrir því að konur koma ekki fram í viðtölum í fréttum sé sú að það sé of erfitt að fá þær til þess. Nú veit ég svosem ekki hvort það er rétt en sé svo þurfa konur virkilega að taka sig á í þeim efnum. Hluti málsins er hinsvegar örugglega sá að ekki er heldur verið að leita eftir skoðunum kvenna í nægilega ríkum mæli. Brýnt er að konur taki sig saman og komi konum á framfæri til að fjalla um hin ýmsustu mál, hvetja þær og styrkja því það gengur auðvitað alls ekki að þær séu ekki með meiri þátttöku í fréttum á Íslandi. Íslenskar konur hafa skarpar gáfur og hafa sjónarmið sem eru fullgild og til þess ber að líta.

kl. |Pólitík

Álit (3)

Þetta með aldur viðmælenda er vísbending um að hér gæti mögulega verið eitthvað sem gæti verið að breytast smám
saman og sé kynslóðaskipt.

Ef mest er rætt og um við þá sem eru í valdastöðu eða hafa
aflað sér sérþekkingar á tilteknu máli, þá er eldra fólk líklegra
til að verða fyrir valinu og eldri gildi samfélagsins ráða því
hverjir koma til greina. Þegar málefni yngra fólks eru skoðuð
myndi maður ætla að hlutföllin væru jafnari og þetta með ólíkan
meðalaldur kynjanna styður þessa kenningu.

Veistu hvort kannarnirnar skipta gögnunum upp eftir aldri
viðmælenda, svo hægt sé bera saman þessi hlutföll fyrir
mismunandi kynslóðir?

Miðvikudagur 14. desember 2005 kl. 21:27

Jújú, ég fann þessar tölur. Ef maður skoðar ytri þáttakendur
eftir aldri í fréttum, þá fást eftirfarandi hlutföll kvenna:

0-12 ára: 25%
13-19 ára: 33%
20-34ára: 28%
35-49ára: 23%
50-64ára: 19%
65 og eldri: 20%

Þannig að þetta virðist "skána" eftir því sem málefni yngra
fólks eru til umræðu. Hóparnir eru reyndar orðnir svo litlir
sumir að varasamt hlýtur að vera að draga af þeim ályktanir.
til umræðu.

Miðvikudagur 14. desember 2005 kl. 21:43

Þetta væri svosem ágætis skýring ef maður sæi þróun í gögnunum þ.e. þegar borin eru saman gögn frá því 1999 til dagsins í dag. En ekkert hefur breyst og frekar sigið í hina áttina ef eitthvað er. Því er alveg ljóst að tvennt þarf að koma til, hugarfarsbreyting hjá fjölmiðlunum en einnig hjá konum sem þurfa að vera vaskari við að koma sér á framfæri og vera óhræddar við að fara í fjölmiðla þegar eftir því er leitað.

Fimmtudagur 15. desember 2005 kl. 09:42

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.