« Podcasting | Aðalsíða | Dauður pabbi - Jólaauglýsing Símans »

Sunnudagur 18. desember 2005

Nýr diskur: Tilveran

Fór áðan og sótti nýja diskinn okkar Gísla, sem kallast Tilveran, í fjölföldun hjá MoGo í Ólafsfirði. Hann er held ég bara betri en sá sem við gerðum í fyrra svo okkur fer fram;-) Þeir sem lýsa því yfir hérna á síðunni að þá langi í diskinn geta fengið hann - enda teljast menn þá hafa unnið fyrir honum;-) Hlakka til að heyra hvað menn segja. Þarna eru lögin úr brúðkaupinu hennar Hildu Jönu, Formannsslagarinn, jafnaðarmannalag og margt fleira. Gísli er með þrælgóð lög t.d. eitt sem er útsett í ferlega flott trompetsóló. Framan á diskinum er girðingarmyndin sem var í Ljósár.

kl. |Tilveran

Álit (18)

Elfar:

Ég vil endilega fá einn svona disk!

Mánudagur 19. desember 2005 kl. 09:54

Magnús V:

Tilvera okkar er undarlegt ferðalag....
Panta eitt stykki, takk.

Mánudagur 19. desember 2005 kl. 10:05

Ég vil einn svona disk. Svo ég geti borið hann saman við þann frá því í fyrra.

Skráðu einn á mig! :o)

Mánudagur 19. desember 2005 kl. 10:38

Jón Ingi:

Endilega einn svona fyrir mig. Það sem ég hef heyrt lofar góðu :-)

Mánudagur 19. desember 2005 kl. 11:31

Þurfa áskrifendur nokkuð að láta í sér heyra?

Mánudagur 19. desember 2005 kl. 20:51

Endilega maður veit aldrei nema menn séu bara súrir ef maður er að troða upp á þá disk;-)

Mánudagur 19. desember 2005 kl. 22:26

Ég g.r.f. að allir Pjúsarar fái svona með jólakortinu, það er hefð fyrir því.

Mánudagur 19. desember 2005 kl. 22:32

Ida:

Hola amiga, yo también quiero un disco tuyo. Saludos,
Ida

Mánudagur 19. desember 2005 kl. 23:17

Por supuesto muchacha, gracias amiga

Þriðjudagur 20. desember 2005 kl. 01:21

Bjarni:

panta eitt eintak til að hafa með teitinu á gamlárskvöld.

Þriðjudagur 20. desember 2005 kl. 18:09

Så gjerne! Send mig en del af din sjæl og hjerte.
gb

Miðvikudagur 21. desember 2005 kl. 21:19

Salvör:

ég er í aðdáendaklúbbnum, mig bráðlangar í svona disk.

Fimmtudagur 22. desember 2005 kl. 04:50

Oddur Hafsteinsson:

Auðvitað langar mig í disk.

Fimmtudagur 22. desember 2005 kl. 09:38

Disk já jóladisk.

Það eru sko engin jól án þess að fá jóladósk frá Láru !!!

Fimmtudagur 22. desember 2005 kl. 13:56

Eygló:

Takk fyrir diskinn Lára mín og gleðileg jól til þín og þinnar fjölskyldu.
Sjáumst!!

Mánudagur 26. desember 2005 kl. 00:14

Alda B. Hólminum:

Falleg fjölskylda sem þú átt og mikið er gaman að fylgjast með myndasmiðnum Láru líka. Meiriháttar flottar myndir sem þú ert að taka. Ég vil líka gjarnan fá að fylgjast með þróun í lagasmíðum og vil fá að vera á listanum yfir þá sem fá disk. Sendi komment um hæl. Ég fékk gítar í jólagjöf, aldrei að vita nema ég sendi þér disk áður en áratugur líður...hehe. Heimilisf. Hjallatangi 14, 340 Stykkishólmur.
Vona að 2005 verði stútfullt af skemmtilegum uppákomum...Alda.

Þriðjudagur 27. desember 2005 kl. 15:38

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.