Ég ætla að halda erindi á Rotaryfundi í dag í klúbbnum mínum þ.e. Rotaryklúbbi Akureyrar. Þar sem það urðu forföll mun ég fyrst fara með ljóð og síðan stutt erindi. Ég hef valið ljóð úr ljóðabókinni Norðaustan ljóðátt sem Ólafsfirðingar gáfu út en þar eru mjög falleg ljóð eftir hann Gísla minn sem fjalla um þegar hann var ungur drengur í Ólafsfirði. Þar lék hann sér mikið með Ægi Ólafssyni og eru ljóðin um þá félaga saman. Síðan ætla ég að tala um ferðina til Bretlands og kannski spila eitt af nýju lögunum mínum. Til að auðvelda mér vinnuna ætla ég að setja hér inn tengla á þær stofnanir sem ég ætla að tala um;-)
Álit (2)
hæ hæ, kæra frænka.
hér hripa ég máltáknin mín vegna þess að mér tekst ekki að finna gestabók á síðunni. langaði bara að segja HÆ HÆ =) og að ég væri víst orðinn virkur félagi í blogg heiminum... allt er gott af mér að frétta og yndislegir dagar búnir og í vændum. hlakka til að sjá þig þegar ég kíki norður á næstu mánuðum. bið að heilsa öllum fyrir norðan.
þinn hálfskringilegi frændi
marteinn örn - blog.central.is/undirfeldinum
Laugardagur 3. desember 2005 kl. 02:39
Ég er ekki með gestabók;-) En gaman að heyra í þér frændi, kíki á síðuna hjá þér.
Laugardagur 3. desember 2005 kl. 22:37
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri