Þá er nýja barnabarnið komið heim og komin með nafn, Sigurbjörg Brynja. Sigurbjörg í höfuðið á langömmu sinni móðurömmu Ingvars Más og Brynja af því það er svo fallegt segir Hilda Jana. Það er frábært að fá nafn strax og vera ekkert að þvælast með einhver gúllígúllí nöfn. Ísabella Sól var sterklega þeirrar skoðunar að þessi hreyfanlega dúkka ætti ekki heima í fangi móður sinnar þar ætti hún sjálf heima. Þetta verða viðbrigði fyrir blessaða stúlkuna ég man ennþá þegar foreldrar mínir hættu að halda á mér, algert sjokk;-)
« Barnabarn III | Aðalsíða | Hátæknifyrirtækin farin? »
Þriðjudagur 6. desember 2005
Álit (2)
Hæ. ..
Vildi bara óska ykkur til hamingju með litlu prinsessuna. . . maður verður að kíkja á þína heimasíðu til þess að sjá myndir :o)
Kv.
Brynja Steinsen
Þriðjudagur 6. desember 2005 kl. 19:53
Til hamingju Lára og fjölskylda. Það er ánægjulegt þegar unga fólkið er svona duglegt að eiga börn.
Miðvikudagur 7. desember 2005 kl. 00:14
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri