Ég hef verið að lesa glæpasögurnar sem ég fékk í jólagjöf, nú er allt í morðum, dópi og vansælum körlum í jólabókunum. Sakna Hringadróttinsjólanna hér forðum. Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason olli mér vonbrigðum, eftir að hafa heillast mjög af Arnaldi eftir að lesa Grafarþögn, Mýrina, Dauðarósir og fleiri þá er nákvæmlega ekkert í þessari bók. Ekkert plott, ekkert sniðugt að uppgötva síðar, ekkert aha móment í bókinni. Þetta er bara fínt skrifaður texti á blaðsíðu eftir blaðsíðu um lítið, enginn hápunktur eftir fyrstu síður. Líkt og að lesa óspennandi dagbók. Ég er blátt áfram búin að gleyma um hvað hún var og ekkert situr eftir. Ég lokaði bókinni ósátt við að hafa eytt tíma í að lesa hana.
Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson var hinsvegar fín, þar var eitthvað til að pæla í, fullt af aha mómentum og spennandi söguþráður. Ég meiraðsegja hafði smá áhyggjur af sögupersónum, fannst þær leiðilegar eða spennandi og nennti að hafa skoðun á þeim. Plottið gott og gengur upp. Ég hafði smá húmor fyrir lýsingum á Akureyri og datt stundum út þegar ég var að velta fyrir mér norðvestur horninu og suðaustur. Menn tala frekar um suður og niður, út og niður, suður og upp og út og upp. Mér fannst þegar ég var yngri að það vantaði norður og niður;-) En hann var ágætlega áttaður sem var þó aukaatriði þar sem söguþráðurinn var aðalatriði.
Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson var hinsvegar fín, þar var eitthvað til að pæla í, fullt af aha mómentum og spennandi söguþráður. Ég meiraðsegja hafði smá áhyggjur af sögupersónum, fannst þær leiðilegar eða spennandi og nennti að hafa skoðun á þeim. Plottið gott og gengur upp. Ég hafði smá húmor fyrir lýsingum á Akureyri og datt stundum út þegar ég var að velta fyrir mér norðvestur horninu og suðaustur. Menn tala frekar um suður og niður, út og niður, suður og upp og út og upp. Mér fannst þegar ég var yngri að það vantaði norður og niður;-) En hann var ágætlega áttaður sem var þó aukaatriði þar sem söguþráðurinn var aðalatriði.
Nú er bara síðasta bókin eftir þ.e. Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson og verður spennandi að kynnast þeirri bók. Það gefst þó vart tími að lesa hana í bráð því nóg er að gera;-)
Væri annars gott að heyra frá öðrum sem hafa verið að lesa þessar bækur hvað þeim finnst.
Álit (4)
Mér fannst Tími nornarinnar líka mjög fín bók! Hef ekki náð í Arnald ennþá ... fannst Þriðja táknið líka ansi góð en þær bestu af krimmunum finnst mér vera Blóðberg (eftir Ævar Örn Jósepsson) og Afturelding eftir Viktor Ingólfsson.
Fékk japanskan reyfara, Næturvaktina, í jólagjöf og þótti hún glettilega góð (sá þarna möguleika á velborgaðri aukavinnu ef mig skyldi einhvern tíma skorta pening).
Langbestu bækurnar sem ég hef lesið fyrir þessi jól eru samt Hrafninn hennar Vilborgar Davíðsdóttur og Saga Mosfellsbæjar, svo merkilegt sem það kann að hljóma, vitandi næsta lítið um Mosfellsbæ fyrir.
Mánudagur 2. janúar 2006 kl. 21:50
Ég skal senda þér Arnald og þú þarft ekki að skila honum frekar en þú vilt. Sú bók tekur bara hillupláss. Tek fram að þú þarft að vera frekar heiladauð til að lesa hana. Maður lekur eftir textanum og það gerist ekki neitt. Ekkert plott ekkert merkilegt, frekar óhamingjusamt óáhugavert fólk, það er alveg hægt að gera óhamingjusamt fólk áhugavert. Væri gaman að vita hvort þú ert sammála mér. Hef lúmskan grun um að eina útrás höfundar í bókinni sé sú að geta verið ókurteis og dónalegur af því hann sé svo óskaplega kurteis og fágaður alla jafna. Annars er hann kannski orðinn svo popúlar að hann hefur ekki tíma til að skrifa. Betra væri að ráða meira aðstoðarfólk og skrifa eitthvað af viti. Við eigum ekki það marga glóbalrithöfunda að okkur er mikilvægt að þessi geri það áfram gott í staðinn fyrir að gefa út óttalegt blaður. Hann hefur fínan orðstýr og við Íslendingar getum orðið svo hamingjusöm með okkar góðu höfunda svo hamingja þjóðarinnar er sjálfsagt í húfi.
Hlakka til að lesa Blóðberg sem bíður mín og Þriðja táknið gaf ég tengdasyninum í afmælisgjöf svo það fæ ég lánað;-)
Þriðjudagur 3. janúar 2006 kl. 00:34
Ég á þetta allt eftir - held ég sleppi Arnaldi eftir yfirlýsingu þína sys.
Er sjálf að byrja á Harry Potter, er líklega frekar langt á eftir þér í lestrinum þetta árið. Endilega láttu umsagnirnar koma. Ég er þakklát fyrir aðstoðina við að velja bara bitastæðustu bókina.
En ertu búin að lesa Skugga vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón sem kom út í íslenskri þýðingu Tómasar R. Einarssonar þessi jól ?
Frábær bók, ég mæli með henni.
Þriðjudagur 3. janúar 2006 kl. 01:19
Heh já Harry Potter var keyptur daginn sem hann kom út og lesinn á ensku. Þessi bók er betri en sú síðasta þar sem táningageðvonska Harry var mann lifandi að drepa. Fæ Skugga vindsins lánaða hjá þér næst þegar ég gisti.
Bestu bækurnar sem ég las 2005 voru Eragon og síðan framhaldið Eldest. Cristopher Paolini er frábær en ég hef ekki lesið íslensku þýðinguna. Allt of fáar góðar fantasíur í boði núna svo ábendingar um gott slíkt efni væru vel þegnar.
Mest hugsandi bókin sem ég byrjaði að lesa var "The Earth is Flat" eftir Thomas Friedman er enn að hugsa hana og lesa áfram hún tekur tíma.
Þriðjudagur 3. janúar 2006 kl. 13:25
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri