Ég var að bregða mér á vef Morgunblaðsins eins og ég geri nú gjarnan og lesa úrslit úr prófkjörum flokksins þeirra. Las þar um að Sjálfstæðisflokkurinn vill bara karla í Garðabæ í bæjarstjórn en það er nú ekki nýtt að sá flokkur ýti konum kyrfilega til hliðar með fáum undantekningum. En þá bregður svo við að vefurinn er kominn með sjónvarpsefni - óþýddu - frá Reuters. Þannig gat maður fræðst á ensku um verkfall hafnarverkamanna. Einnig flett upp fleiri klippum af alskyns fréttum á jafnmikilli útlensku. Nú hélt ég að það væri ætlast til að íslenskir miðlar miðluðu fréttum á íslensku eða textuðu efni. Hvað er að gerast? Verða íslenskir fréttamiðlar nú bara samsafn erlendra frétta? Ég varð vægast sagt dálítið hissa...
« Tilfinningar framkvæmdastjóra | Aðalsíða | Konur í flokki sjálfstæðis »
Mánudagur 16. janúar 2006
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri