Ég undrast stórlega skipan Halldórs Ásgrímssonar á nefnd um matvælaverð þar sem hvorki Neytendasamtökin né kaupmenn eru kvaddir til í þá nefnd. Er hugmyndin bara að slá upp nefnd svo Framsóknarflokkurinn geti sagst hafa gert eitthvað í málinu eða hvað er á ferðinni? Ekki virðist markmiðið að taka á matvælaverði eða kveða þá aðila til sem fyrst og fremst eru talsmenn neytenda og greiða matvælaverðið né þeirra sem eru síðasti hlekkurinn í myndun matvöruverðs þ.e. kaupmenn.
Hlutverk nefnda að mínu mati er að komast að niðurstöðu um mál sem þarf að leysa og þar með algert grundvallaratriði að fá í nefndina þá sem hafa með málið að gera. Síðan er lítið um fulltrúa matvælaframleiðenda utan bænda sem ævinlega virðast vera þeir einu sem spjótin beinast að þegar rætt er um matvælaverð. Það er kannski ekki úr vegi að minna á að íslenskir bændur eru ekki eina fólkið í heiminum sem leggur til matvörur í matvöruverslnir á Íslandi. Fjarri fer einnig því að þeir séu eini hlekkurinn í þeirri keðju sem myndar matvöruverð á íslenskum landbúnaðarafurðum. Að því verki koma einnig t.d. mjólkurframleiðslufyrirtæki og kjötframleiðslufyrirtæki. Fyrirtæki sem koma að því að taka hráefnið frá bóndanum og vinna það í umbúðir sem síðan er selt hjá kaupmönnum. Sé verð á íslenskum landbúnaðarvörum stærsti áhrifavaldurinn á matvælaverðlag á Íslandi er lágmark að allir þeir sem koma að verðmyndun komið að málum en ekki láta bóndann sitja einan uppi með ábyrgðina.
Óttalegt bull er þessi nefnd verkalýðsforystu, bænda og hagstofu. Það er eins og við lifum í einhverri fornöld. Væri ekki áhugaverðara að Framsóknarforsætisráðherrann setti nefnd sem hefði það hlutverk að finna einhverjar leiðir til lausnar og væri samansett úr fulltrúum þeirra sem sjá um verðmyndunina? Já og fá samtökum okkar neytenda það hlutverk að ræða þessi mál.
Álit (4)
Framsókn ætlar í sókn gegn háu matvælaverði, en þeir hafa stjórnað þeim ráðuneytum sem ættu m.a. að stjórna því undanfarið s.s viðskipta-, landbúnaðarráðuneytum. Svo hafa þeir líka rætt um að bæta aðbúnað aldraðra og hvaða ráðuneyti hafa þeir einnig stjórnað? Heilbrigðisráðuneytinu. Undarlegt að það þurfi alltaf átak til þess að gera allt, hefur ekkert verið gert þeirra á milli?
Miðvikudagur 4. janúar 2006 kl. 21:27
"Ég undrast stórlega skipan Halldórs Ásgrímssonar á nefnd um matvælaverð þar sem hvorki Neytendasamtökin né kaupmenn eru kvaddir til í þá nefnd."
Það er athyglisvert Lára að þú vitir hvernig nefndin er skipuð því fjölmiðlar skýrðu frá því í dag að það væri ekki búið að skipa hana né ákveða hverjir ættu fulltrúa í henni. Hverjir vinna næstu Júróvísíónkeppni?
Miðvikudagur 4. janúar 2006 kl. 22:15
Júróvísjón, ekki vandamálið Sóvenía;-)
Þetta er búið að vera í fréttum ég hélt ekki að það væri leyndarmál. En móðurættin mín er auðvitað undan Jökli svo eitthvað ætti maður að kunna fyrir sér en ætli það sé ekki farið að fölna í mínum ættlegg svo þetta skeiki ævinlega einhverju;-)
Miðvikudagur 4. janúar 2006 kl. 23:27
Samt er flutt inn fullt af vörum sem hægt er að kalla landbúnaðarvörur, svo sem kaffi, sykur, hveiti, hrísgrjón, vín, ávexti .........en Íslesnkum bændum er kennt um hátt matvælaverð.
Sunnudagur 8. janúar 2006 kl. 08:47
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri