Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri eru mjög skýr, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri nýtur afgerandi stuðnings og slíkt gerir Sigrún Björk Jakobsdóttir einnig. Elín Margrét í þriðja sæti verður að teljast öflug og kemur með ferskan blæ inn. Aðrir fá minna og greinilegt að munur er fremur lítill í næstu sætum. Enginn ungliði nær efstu 6 sætunum, sá yngsti þar verður 36 ára á þessu ári. Flokkaflakkararnir ná ekki árangri og augljóst að Sjálfstæðismenn veittu þeim ekki brautargengi. Hinsvegar er klárt að Sjálfstæðisflokkurinn á Akureyri styður sínar konur ólíkt félögum þeirra í Garðabæ og Kópavogi. Það er gott að sjá. Þetta var greinilega spennandi prófkjör en um næstu helgi verður prófkjör Framsóknarflokksins og þá fara sveitir andstæðinganna að skýrast.
« Tæknihörmungar | Aðalsíða | Flott Emilía »
Sunnudagur 12. febrúar 2006
Álit (6)
Margt hægt að lesa út úr þessari niðurstöðu:
1. Kristján Þó fær þau skilaboð að hann fái mikið traust og jafnframt eigi að halda sér á heimavelli. Bæjarstjóri með dagstimpil (best. f. 29.5.06) gengur ekki og hlýtur hann að endurskoða landsmáladrauminn. Skólahluti flokksins fær góðan stuðning og fróðlegt verður að sjá skólastefnuna. Í baráttusætinu (að þeirra áliti) er Þórarinn B. Jónsson sem er ekki beinlínis fulltrúi arftakanna. Þeir sem erfa eiga, s.s. formaður Varðar og ritstjóri Islendings og SUS-ari lenda í neðstu sætum. Sá sem fór mikinn og sendi smala í hvert hús uppskar ekki. Að öllum líkindum verður hann hvorki beðinn um að leysa Kristján af eða áskorun um að snúa sér að landsmálunum, aftur.
Að mínu mati er 4. sæti baráttusæti Sj.flokksiins hér á Akureyri og ljóst að þeir kollegar, en pólitískir andstæðingar, Hjalti Jón og Hermann eru í einkennilegri stöðu.
Kannski verður frúin í Hamborg sett í heiðurssætið!
gb
Sunnudagur 12. febrúar 2006 kl. 13:28
Þú mátt alveg tuða áfram um vonda útkomu kvenna í Kópavogi þó að tölurnar segi annað, svart á hvítu. Það er ekki öllum gefið að lesa tölur og skilja þær.
http://xdkopavogur-e.ecweb.is/profkjor%5F2006/
Mánudagur 13. febrúar 2006 kl. 01:53
Það er ekki skynsamlegt í rökræðu að halda því fram að hinn aðilinn sé illa greindur. Ég er reyndar býsna töluglögg og hef gaman af útreikningum og stærðfræði því get ég nú ekki annað en dáðst að þeirri stærðfræðileikfimi sem er notuð á úrslitin til að sýna fram á að úrslitin séu í rauninni ekki úrslitin heldur skemmtilegur stærðfræðiútreikningur. Það er alveg rétt hjá þér að konur í Kópavogi hefðu getað farið verr út úr þessu og líklegt má telja að þær hafi vantað bara herslumuninn til að ná sætum og þegar allt er talið þá hafi þær fengið mörg atkvæði og stundum mest. En eftir stendur óhaggað að þær eru ekkert sérstaklega ofarlega á listanum hvað svo sem allir stærðfræðikunnáttu líður. Það þýðir að þær eru ekki með mikil völd á listanum og fá væntanlega lítil pólitísk völd í framhaldinu. Það er hin kalda raunverulega stærðfræði sem kom út úr niðurstöðunni.
Mánudagur 13. febrúar 2006 kl. 09:44
Já það sló mig svolítið að sjá útkomu ungs fólks í prófkjöri Sjálfstæðismanna hér á Akureyri. Nokkrir hæfir ungliðar voru í prófkjörinu. Ein þeirra, María Marínósdóttir, náði ekki nema sextánda sætinu að mig minnir. Þar er á ferðinni mjög hæfur ungliði sem ég hefði viljað sjá mun ofar. Þar fer einstaklingur sem hefur ferskar hugmyndir og hefði komið sterk inn í sex efstu með ferska vinda í farteskinu.
Einnig er ekki skrýtið að Sigbjörn og Oktavía hafi ekki náð langt. Flakkarar geta ekki sýnt traust, það er þeim allavega mjög erfitt.
Ef haldið er áfram að skoða útreið kvenna í prófkjörum Sjálfstæðismanna í Garðabæ og Kópavogi, þá er eitt sem ég verð að koma á framfæri. Ef einhver ætlar að segja mér að konur hafi fengið góða kosningu í þessum bæjarfélögum, get ég ekki fallist á það.
Mánudagur 13. febrúar 2006 kl. 14:19
María var reyndar númer fjórtán, afsakið vitleysuna.
Mánudagur 13. febrúar 2006 kl. 14:20
Gaman að fylgjast með pólitíkinn heima þegar maður situr hinu megin við Atlandshafið, (Norska hafið eins og Norsarar kalla hlutta þess). Sérstaklega fannst mér prófkjör Sjallanna í Reykjavík og Akureyri spennandi. Samfylkingarprófkjörið í Reykjavík stóð líka fyrir sínu. En ólíkt taka þessir flokkar á móti flokkaflökkurum.
Hvað gerist í framsókanrfjósinu nenni ég ekki að leiða hugan að.
PS. Stærðræðin hér að ofan.
Ég er að velta fyrir mér hvort ég kannsit við þann sem fékk hina hagstæðu útkomu sjálfstæðiskvenna í Kópavogssprófkjörinu.
það var einn með mér til sjós á 8. áratug síðustu aldar. Hann hélt því blákalt fram hægt væri að fá út 5 þegar maðru margfaldaði 2 með sjálfum sér. Ég man ekki skýringuna hans á þeirri lausn. En ég man vel útskýringuna á því að þríhirningur gæti vel haft 4 horn. Eftir nokkra þrætu í borðsalnum rauk vinurinn í eldhúsið og kom með gamla mjólkurhyrnu til baka, skellti henni á borðið og sagði; "Ef þið trúið mér ekki getið þið talið sjálfir".
Þessi á heima í Kópavogi nú.
Miðvikudagur 15. febrúar 2006 kl. 17:34
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri