« Annasöm vika | Aðalsíða | Háskólinn á Akureyri »

Sunnudagur 19. febrúar 2006

Frábær Eurovision!

Ég fór á úrslitakvöld Eurovision söngvakeppninnar í stúdíóið við Fiskislóð í gærkvöldi ásamt Katrínu Ýr og er himinlifandi. Ég hefði aldrei trúað því, nema af því ég sá það, að hægt væri að keyra í gegn annað eins kvöld og þarna var gert. Söngvararnir hverjum öðrum betri, liprir dansarar, hljóðfæraleikarar sem geisluðu af hæfileikum. Síðan allt utanumhaldið, píanó út, flygill inn, hátalarar hér og þar og allt gekk þetta upp á ótrúlega stuttum tíma á meðan eitt "póstkort" var sent í loftið. Við Íslendingar eigum á að skipa ótrúlegum fjölda manna sem hafa þekkingu, reynslu og metnað til að sjá um úrslitakvöld af þessari stærð. Svo ég lýsi því hér með yfir að við getum alveg séð um alvöru Eurovision úrslitakvöld svo Silvía Nótt má alveg vinna í Aþenu;-)


Sjálf var ég langhrifnust af laginu "Þér við hlið" eftir Trausta Bjarnason sem Regína Ósk söng. Þorvaldur Bjarni er hinsvegar vel að sigrinum kominn enda er Ágústa bæði glimrandi söngkona og flinkur leikari, atriðið allt gífurlega vel útært, búningar, smink, hárgreiðsla og skipulagið eins og best verður á kosið. Fatnaðurinn í gær vakti sérstaka athygli mína, hann var gífurlega flottur og af báru glæsilegir kjólar Regínu Óskar, Guðrúnar Árnýjar og Dísellu.

Ekkert af þessu hefði skipt máli ef við Íslendingar ættum ekki á að skipa þessum frábæru lagahöfundum sem stilltu upp hverju listaverkinu á fætur öðru. Keppni af þessu tagi er einnig vítamínsprauta í listiðnað fyrir lagahöfunda, söngvara, hljóðfæraleikara, búningahönnuði og marga marga fleiri.

Ég er hæstánægð með að Ríkisútvarpið skyldi halda upp á 20 ára afmæli Eurovision með svo veglegum hætti sem raunin var.

kl. |Pólitík / Tilveran

Álit (6)

Jon Ingi:

Gott að þú skemmtir þér. RUV er troðfullt af bestu fagmönnum og lagður var metnaður í þessa keppni. Leitt að svindl og skammarleg framkoma sigurvegarans setja ljóta blett á keppnina. Ég óttast að hún verði landi og þjóð lítill sómi erlendis nema hún sjái að sér og hagi sér þokkalega.

Mánudagur 20. febrúar 2006 kl. 08:41

Ég held að það sé nokkuð gefið að Silvía Nótt muni ekki haga sér þokkalega í Aþenu. En yfirburðir hennar voru afgerandi í atkvæðagreiðslunni svo það er nokkuð ljóst að mikill meirihluti þeirra sem greiddi atkvæði vill óþekktarorm frá Íslandi í Eurovision. Svo er spurning hvort það er betra eða verra að senda fagra fyrirmyndarsöngvara eða leikkonu í gleðikonuátfitti. Ég held hinsvegar að það sé algerlega klárt að við erum að senda okkar vinsælasta skemmtikraft þessa stundina. Erum við ekki bara hætt að vera viðkvæm fyrir því hvernig Íslendingar haga sér í útlöndum?

Mánudagur 20. febrúar 2006 kl. 09:44

Það hefur nú oft reynst vel í Evrósýn að vekja athygli. Þetta hætti auðvitða að vera söngvakeppni fyrir nokkru síðan.
Sjáið t.d. þegar við sendum Pál Óskar, þá fengum við slatta af stigum frá Bretlandi þar sem símakosning var notuð meðan aðrir (sem enn voru í dómnefndafyrirkomulaginu) gáfu okkur harla fá stig. Eitthvað rámar mig í að þá hafi þjóðin haft áhyggjur af ímynd sinni af því að senda samkynhneigðan mann í keppnina. Við erum svo upptekin af því hvað öðrum finnst, gerum meira að segja heilu bíómyndirnar um það.
Ég er enga skoðun á karakternum Silvíu Nótt, enda forðast ég allt sem tengist henni, en lagið er ekkert alslæmt og hún á eftir að fá athygli það er alveg ljóst. Í allra versta falli vinnum við keppnina ;)

Mánudagur 20. febrúar 2006 kl. 09:58

Ég er ekki mikill júróvisjón maður. En nú verður kanski spennandi að leggja við augu og eyru úrslitakvöldið. Hafði aldrei heyrt um sönkonuna fyrr en ág sá nafn hennar á einhverri bloggsíðu þar sem menn voru að velta fyrir sér hvernig að beygja ætti nafnið.

Síðan hefur maður svo sem lesið eitt og annað misgott um bæði lag og flytjanda. Kanski að hún slái í gegn með grínið á sama hátt og Ísraelarnir gerðu á sínum tíma.

Er sammála því að á RÚV-nu finnst úrval tæknimanna sem færu tiltölulega létt með að rúlla upp einni úrslitakeppni. Við höfum ekkert að óttast þó við sigrum.

Mánudagur 20. febrúar 2006 kl. 12:01

Jón Ingi:

Ég vænti þess að menn hafi séð hvernig hún haglaði sér í Kastljósinu...þar fór hún yfir strikið og ég þessi annálaði húmoristi...sá ekkert fyndið við þetta. Mér er alveg sama þó þetta hafi verið leikþáttur..það er lítll sómi af dauðadrukknum manni eða konu hvort sem það er leikið eða raunverulegt...

Mánudagur 20. febrúar 2006 kl. 17:40

Ætlar Silvía Nótt að vera einhvers sómi? Ég velti þessu fyrir mér í þessari umræðu, mér hefur aldrei þótt það markmið leikarans er hún er í þessu hlutverki og í því virðast vinsældir hennar fólgnar. En ég er sammála hún var ekkert skemmtileg í Kastljósi í gær hún var frekar andlítil og ég býst við að hún hafi verið aðdáendum sínum dálítil vonbrigði. Krafturinn og leikgleðin hafa glitrað af Ágústu í þessu hlutverki en það örlaði ekki á því í þessu viðtali.

Mánudagur 20. febrúar 2006 kl. 20:45

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.