« Carmen rúllur og aðrar minjar | Aðalsíða | Farvel fúla vitleysa »

Föstudagur 24. febrúar 2006

Lífið er svo skemmtilegt

Stundum er svo gaman að vera til. Dagurinn í dag hefur einmitt byrjað þannig og lífið er svo skemmtilegt. Nýji iPodinn minn er búinn að vera spila fyrir mig Venezia Romantica, Rondo Veneziano sem beinlínis yljar sálinni og kætir um leið. Ég hef staðið mig að því að dansa hér og þar við morgunverkin. Ég fór með Kát út að ganga í morgun þar sem ég hitti Ute og Miriam með sína hunda í morgunskímunni. Þokumóða steig af hafinu og frostið skreytti jörðina. Ég hljóp niður í fjöru og gerði léttar æfingar. Dró ferskan sjávarilminn að mér, horfði á litla trillu rjála við spegilsléttan hafflötinn. Fuglarnir liðu áfram og mörkuðu litlar gárur sem teiknuðu á hafflötinn eins og brúðarslæða á eftir þeim. Síðan hafragrauturinn og sinna kisunum á heimilinu. Emilía sat upp á skáp og horfði á mig dansandi við að steypa málningu á andlitið. Freddi var þeirrar skoðunar að það ætti að knúsa hann - þá gerir maður það bara. Mía Ming og Baldvin Tong létu eins og þau væru í hreiðurgerð en það hafa þau gert áður. Leiðin í vinnuna lá niður gilið og morgunlitirnir fallegir og Pollurinn friðsæll. Í vinnunni voru Stefnustrákarnir kattiðnir við verkin. Fórum yfir verkefni dagsins.

Laufey kemur í heimsókn í dag, það er Rotary fundur og ég fer um helgina suður á Vetrarhátíð á opnun ljósmyndasýningar okkar ljósmyndaáhugamanna í World Class í Laugum klukkan 14:00 á stunnudaginn. Þar fæ ég að halda opnunarræðu sem ég er að smíða. Ég hlakka svo mikið til að sjá mynd eftir mig á sýningu. Er alveg að rifna úr stolti, þökk sé félögum mínum á ljosmyndakeppni.is þá heldur ljósmyndaævintýrið áfram. Nú er svo gaman að vera til og lífið svo skemmtilegt, er það ekki;-)

kl. |Tilveran

Álit (1)

Til hamingju með þetta allt saman! Ég sé að ég verð að kíkja á þessa sýningu. :)

Föstudagur 24. febrúar 2006 kl. 11:01

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.