Ég hef eilítið verið að skoða umræður á Netinu varðandi myndbirtingar af Múhammeð spámanni sem múslimar taka ekki vel þar sem trú þeirra býður að ekki skuli gerðar myndir af spámanninum. Nú er ég þeirrar skoðunar að ekki skuli ráðist að trú fólks og sé ekki nokkurn tilgang með því að vera að birta myndir sem ganga nærri fólki. Á meðan að mannvera beitir ekki trú sinni til illverka á ekki að ráðast að henni. Síðan er fólk í nánast hvaða trúarbrögðum sem eru sem gengur til illra verka í nafni trúar sinnar og eru Kristnir menn þar ekki eftirbátar annarra og skyldu því síst kasta steinum úr því glerhúsi.
Það er heitt í kolunum í kringum múslima og þeir fá illa að iðka sína trú í friði þó ekki sé um öfgamenn að ræða. Mér kom þó verulega á óvart að sjá blog í Bangladesh þar sem Dönum er hallmælt af múslima sem á sama tíma birtir umræddar myndir á sinni heimasíðu. Eitt er að fáfrótt fólk af öðrum trúarbrögðum sýni ekki þá hegðun eða virðingu sem krafist er en annað þegar það gerist af fólkinu sjálfu.
Það eru grundvallarmannréttindi fólks að fá að iðka sín trúarbrögð innan þeirra marka að þau skaði ekki þá sjálfa og aðra. Menn skyldu muna það að fólk er gott og vont í öllum trúarbrögðum heims. Spurningin er hverjum menn vilja hampa. Stríð eða ofbeldisverk í nafni trúar eru nú ekki ný af nálinni í sögu veraldar og margir hafa háð stríð með guð sinn sér til verndar. Jafnvel hafa báðir aðilar stríðs verið með sama guðinn og talið að hann verndi báða.
Áður en við hneykslumst á því hvað ákveðin trúarbrögð þola eða þola ekki þá skulum vi hafa það á hreinu að það eru ákveðin atriði sem trúarbrögð Íslendinga þola hreinlega ekki. Við erum með trúflokka sem beinlínis taka afstöðu í málefnum fólks fyrir botni Miðjarðarhafs á grundvelli Biblíunnar og leyfa sér að berjast gegn fólki ljóst og leynt í fjölmiðlum og á samkomum. Í nafni trúarinnar samþykkja þeir ýmis óhugnanleg ofbeldisverk og veifa trúarritinu. Eru þeir betri eða verri en þeir sem gera þetta í nafni annarra trúarbragða?
Trúin er mikilvæg, henni á ekki að beita í þessu samhengi að mínu mati. Hvorki til að ráðast á eða berja til baka.
Álit (10)
Tek undir þessi orð þín Lára, mikið er ég orðin þreytt á þessum illa upplýstu ritfrelsisdýrðlingum, nú geta menn í minni sveit notað sitt frelsi og látið að sér kveða, þó vonandi á friðsælan og smjörlausan hátt.
Miðvikudagur 1. febrúar 2006 kl. 18:01
Það er leitt að menn skuli ekki virða það að þetta er viðkvæmt mál. Þessi myndbiting var óþarfi og þjónaði engum hagsmunum eða tilgangi að mínu viti. Svo er það annað mál með viðbrögðin þau hafa gert það að verkum að myndirnar birtast um allan heim. Annars hefði þetta mál bara sofnð daginn eftir að Jyllandsposten birti þær
Fimmtudagur 2. febrúar 2006 kl. 09:11
Hér verð ég að vera algerlega ósammála!! Sko þessir múslimar gera bara það sem þeim sýnist í nafni trúarinnar og get ég nefnt eitt gott dæmi eða World Trade Center!!!!! Þessir múslimar kúga,berja,nauðga og drepa konurnar sínar og meira að segja sín eigin börn, án þess að finnast það nokkuð tiltökumál. Og skýla sér svo á bakvið trúna.Svo að ég myndi segja að múslimar noti trúnna til illverka!!!!!
Takk fyrir Harpa Þórðardóttir
Fimmtudagur 2. febrúar 2006 kl. 16:49
Hvaða endemis vitleysa er þetta, múslimar í heildina eru ágætis fólk en hjá þeim eins og reyndar öllum öðrum trúarbrögðum er til fólk sem hefur gert illverk. Þetta hefur í rauninni ekkert með trúarbrögð að gera. Hinsvegar hafa ofbeldismenn sem eru múslimar framið ofbeldisverk og nota trúna sem skjól. Þetta er alþekkt fyrirbæri hjá kristnum mönnum einnig og þar hafa mörg voðaverk verið framin í nafni trúarinnar.
Hjá múslimum sem og kristnum eru trúarsöfnuðir sem beita trúnni á öfgafullan hátt til að ná völdum og beita óhugnanlegum aðferðum til þess. Þessir menn eru líklega hættulegustu mennirnir sem til eru. Að halda að slíkir menn séu bara innan raða einna trúarbragða er hættuleg einfeldni.
Föstudagur 3. febrúar 2006 kl. 09:02
Ja hérna. Ef þetta eru ekki alhæfingar hjá Hörpu. Öfgahópar eru fylgifiskur trúarbragða þ.e. þeir sem eru þannig stefndir mistnota trúna og það sem að henni snýr. Múslimar eru á engan hátt verri eða betri en t.d. kristnir. Þetta er fyrst og fremst einstaklingbundið. Myndbirgingin var óþarfi..mér finnst að menn eigi að virða trú annarra og í þessu tilfelli átti það við
Föstudagur 3. febrúar 2006 kl. 18:09
Kristnu fólki finnst ekkert tiltökumál að birta skopmyndir af Múhameð spámanni og kveikja í sígarettu með Búddah kveikjaranum en verður svo alveg dýrvitlaust ef það telur að sér vegið - þetta er hroki.
Ég þekki ekki marga sem eru íslamstrúar en þeir sem ég þekki eru yndislegt fólk eins og flest allir aðrir sem ég kalla vini mína.
Ég veit að kristið fólk lemur börnin sín, myrðir og nauðgar alveg jafn mikið og aðrir því mannvonska hefur ekkert með trúarbrögð að gera!!!
Ætla ekki að æsa mig mikið yfir þessu en fáfræði, hroki og hleypidómar eru hlutir sem ég vildi að hægt væri að útrýma!!
Föstudagur 3. febrúar 2006 kl. 21:52
Ég verð að segja eftir að hafa lesið athugasemdir Hörpu Þórðardóttir, að mér finnst hennar viðhorf, sem og margra annarra, stórhættulegt.
Sú sýn á íslömsk trúarbrögð að allir múslímar beri ábyrgð hver á annars gerðum, að allir múslímar hafi eina sál og eina hugsun, búi á eyju úti í hafi sem nefnist "múslímaland" og svo framvegis ber vott um ótrúlega fáfræði.
Kær kveðja Hildur Ísberg
Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 20:52
Múslímaland, þessi er góður, þetta lýsir því einmitt hvernig fólk virðist horfa á málin. Svo má ekki gleyma að við heyrum svosem ekki aðrar fréttir en slæmar frá ákveðnum löndum þar sem þessi trú er ríkjandi. Það er því spurning hvort það stjórnar fólki.
Sunnudagur 5. febrúar 2006 kl. 23:32
Skemmtileg umræða hér. Ég er kennari í grunnskóla í miðborg Óslóar þar sem 90% nemenda eru nýbúar eða nýbúar af annarri kynslóð. Þar af eru 65% nemanda islamtrúar og þó nokkur hluti kennara líka.
það finnast sjáfsagt gott fólk og einnig illmenni í öllum trúarbrögðum. Munurinn á muslimum og td. kristnum eða hindúum er að þeir virðast hafa takmarkaðra umburðarlyndi. Sérstaklega gagnvart myndum af spámanninum Múhameð. Þá er umburðarlyndið 0,0. Það er nefninlega bannað að byrta myndir af honum.
En að segja kristnum vesturlandabúum stríð á hendur vegna 12 skopmynda í dönsku dagblaði er náttútulega bara bull.
Það er verðugt að velta vöngum yfir því af hverju það liðu rúmir 4 mánuðir uppreisnin, sem við sjáum þessa dagana, hófst. Af hverju byrjaði ekki ballið í september?
Auðvitað bera ritsjórar blaðanna sem birtu myndirnar sína ábyrgð. En undirrótin eru nokkrir imamar á Sjálandi og Jótlandi sem með þrotlausri vinnu hafa æst lýðinn upp gegn kristnum íbúum Danmerkur og Noregs. Þar láta þeir tæplega staðar numið def marka má orð mulla Krekar og fleiri leiðtoga muslima í Noregi. Myndirnar 12, sem eru fremur skemmtilegar og textarnir sem fylgja þeim líka, eru sennilega bara agnið sem öfgasinnaðir imamar gripu til í þetta sinn til að koma höggi á vestræn samfélög.
Mánudagur 6. febrúar 2006 kl. 21:50
Mig langar að benda ykkur hérna á það að commentin eru til þess að segja sínar skoðanir og myndi ég aldrei gerast svo barnaleg að skjóta ykkur persónulega niður eða drita yfir ykkar skoðannir eins og verið er að gera hér við mig og veit ég ekki betur en að á Íslandi er skoðannafrelsi!!! Og þú Valgerður, kristið fólk nauðgar, drepur og allt það enganveginn jafnmikið og múslimar, svo ekki veistu það og ætla ég ekki að dæma þig fyrir það fáfræði kona góð!!! Mundi ég líka þiggja, að hægt væri að segja sína skoðun á vef sem þessum án þess að fá svona hryllileg og illgjörn viðbrögð, því allir meiga hafa sínar skoðanir síðast þegar ég vissi!!!!!!!!! Ég get ekki flokkað mig í ykkar hóp, að ef einhver umræða er í gangi og þið ekki sammála, að taka sig saman og kalla manneskjuna heimska fyrir sína skoðun!! Það sýnir bara hvernig fólk þið eruð sjálf og ég vorkenni ykkur!!!! Hef ég engann áhuga að koma aftur á þessa síðu, sérstaklega þar sem ekki má segja sína skoðun svo feel free að halda þessu niðurrifi ykkar áfram!!!
Miðvikudagur 15. febrúar 2006 kl. 21:00
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri