Í dag á ég afmæli þá er hollt og gott að líta yfir hvað maður hefur gert frá því að síðast var afmæli. Hilda Jana dóttir mín gifti sig, ég samdi lög í brúðkaupsveisluna. Gísli Tryggvi sonur minn trúlofaðist Söndru sinni, keypti íbúð og flutti að heiman. Ég var í Jórdaníu á afmælinu í fyrra og búin að fara til Englands og Írlands síðan þá. Eignaðist þriðja barnabarnið sem verður skírð á sunnudaginn. Átti ljósmynd í ljósmyndabókinni Ljósár og á sýningu á Vetrarhátíð í Reykjavík. Gaf út plötu fyrir jólin með Gísla. Sat á Alþingi í tvær vikur. Kötturinn Freddi flutti inn. Nú er spurning hvort það að vera 49 verði jafn viðburðarríkt og síðan bara halda gífurlegt húllumhæ þegar ég verð fimmtug að ári;-)
« Hver á vatnið? | Aðalsíða | Ljósmyndaferð í Mývatnssveit »
Fimmtudagur 9. mars 2006
Álit (15)
Til hamingju með daginn!
Berð aldurinn vel -enda ungliðinn í kjördæminu :-D
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 17:20
Til hamingju með árið! Það fór greinilega á allan hátt vel með þig.
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 18:25
Til hamingju með afmælið Lára mín!! Þú varst svei mér þá afkasta mikil á síðasta ári:)
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 19:16
Til hamingju með afmælið!
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 19:17
Hjartanlega til hamingju með daginn Lára mín! Megi þetta ár verða viðburðarríkt og gott fyrir þig!!! Knús og margir kossar frá Snæfellsnesi frá Valgerður
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 21:11
hí hí eins gott að ég sé ekki íslenskukennari því ég kem ekki óbrenglaðri setningu frá mér...ég kann sko alveg að fallbeygja nafnið mitt;o) Hjertligt til lykke:o) Valgerður
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 21:14
Til hamingju með daginn. Ekki lítið búið að gerast og verður örugglega ekki minna að gera fram að því næsta.
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 22:21
þú og Sinfónían :-D
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 22:50
ja, og til hamingju...
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 22:51
Innilega til hamingju með afmælið, Lára mín.
Fimmtudagur 9. mars 2006 kl. 23:45
Til hamingju kæra vinkona.
Föstudagur 10. mars 2006 kl. 00:25
Guð...og ég sem sendi þér póst í gær.
Til hamingju:)
Föstudagur 10. mars 2006 kl. 21:31
Kærar þakkir öll sömul þið gerðuð daginn svo skemmtilegan það er svo gaman að fá svona kveðjur!!! Knús og kossar - Lára
Föstudagur 10. mars 2006 kl. 23:15
Til hamingju Lára mín :)
Laugardagur 11. mars 2006 kl. 18:31
Alltaf missi ég af húllúmhæ! Síðbúnar afmæliskveðjur kæra vinkona, mikið hefur árið verið viðburðaríkt og skemmtilegt, megi síðasta ár hálfrar aldar verða þér gæfuríkt svo þú byrir næstu hálfa öld með stæl :) vorkveðjur, Gurrý
Þriðjudagur 14. mars 2006 kl. 14:00
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri