« Ljósmyndaferð í Mývatnssveit | Aðalsíða | Hvað er lúdent? »

Sunnudagur 12. mars 2006

Ekkert annað býðst

Þegar ég rakst á þessa litlu frétt í gær brá mér þarla mikið en þar kom fram "Ef nýsköpunarfyrirtækjum eins og CCP væri boðið upp á sams konar skattaafslætti og kjör og stóriðjunni væri ekkert því til fyrirstöðu að CCP starfaði á Sauðárkróki eða þess vegna Húsavík. Þetta kom fram í máli Reynis Harðarsonar, sköpunarstjórnanda og eins stofnenda fyrirtækisins CCP". Ég er nefninlega nýbúin að vera á Húsavík og þar svaraði fólk yfirleitt spurningunni um hvernig þeim litist á að þar kæmi álver. "Tja það er bara ekkert annað sem býðst." Hvað er iðnaðar- og viðskiptaráðherra að hugsa þegar ekkert er í boði annað fyrir landsbyggðina en stór álver, af hverju er ekki hægt að semja við tæknigeirann um að þau fái svipaða fyrirgreiðslu og stóriðjan ef þau væru til í að setja sig niður á landsbyggðinni? Hvað er eiginlega á ferðinni, erum við bara hirðulaus um eigin sköpunarverk en viljum frekar vinna í útlenskum fabrikkum? Halló, halló, er ekki kominn tími til að vakna til nútímans???

kl. |Pólitík

Álit (5)

Alla:

"Er ekki kominn tími til að tengja", var einhvern tíma spurt, að gefnu tilefni, en það varð fátt um svör. Mér þykir býsna sýnt og sannað að Stjórnarflokkurinn hefur ekki áhuga á annarri atvinnu fyrir landsbyggðina en einhæfum verksmiðjustörfum í útlenskum fabrikkum.

Mánudagur 13. mars 2006 kl. 09:44

Af hverju ætti tækniiðnaðurinn að þurfa einhverjar fyrirgreiðslur til að setja sig niður á landsbyggðinni? Bara af því að aðrir fá þær eða er einhver önnur ástæða sem ég er ekki að sjá?

Mánudagur 13. mars 2006 kl. 13:48

Stóriðjan fær fyrirgreiðslu s.s. skattaafslætti og kjör á t.d. rafmagni sem öðrum býðst ekki. Það er ein ástæðan fyrir því að þau yfir höfuð setja sig niður á Íslandi. Önnur lönd bjóða annars konar fyrirtækjum fyrirgreiðslu og því er umræðan hér af hverju eigin einungis að vera með slíka fyrirgreiðslu fyrir erlend stóriðjufyrirtæki. Með því löðum við að okkur atvinnugvegi þeim tengd en eru ekki að leggja okkar eigin nýsköpun eða atvinnuvegum lið þannig að þeir blómstri sérstaklega. Því eru þeir sumir á leið úr landi þannig það þegar upp er staðið hefur e.t.v. ekki fjölgað um nein störf en starfasamsetningin breyst.

Hvort einhver eigi síðan að fá fyrirgreiðslu yfir höfuð er önnur umræða.

Mánudagur 13. mars 2006 kl. 14:02

Nei það er ekki önnur umræða, það er annar vinkill maður stjórnar því hvaða vinna er í boði með fyrirgreiðslu.

Mánudagur 13. mars 2006 kl. 14:03

Jú veistu ég kaupi þetta. Spurning um að viðskipta- og iðnaðarráðuneytið og menntamálaráðuneytið stilli saman strengi sína í viðhorfum til atvinnu/mennta-þróunar á landinu? Eins og þetta er í dag er gríðarlegt misræmi á milli stefnu þessara tveggja aðila.

Mánudagur 13. mars 2006 kl. 15:10

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.