Ég verð að viðurkenna að ég er slegin yfir þeirri hugmynd ríkisstjórnarinnar að ætla að lögbinda eignarhald á vatni. Það var sorglegt að sjá ungan þingmann Framsóknarflokksins settan fram í sjónvarpsfréttum þar sem hann sneri út úr og hæddist að þeim sem ekki voru sáttir við að einhverjir mættu eiga vatnið. Eitt er að fastsetja reglur um notkun á vatni en að menn eigi vatn sem fellur úr himninum og nærir gróður jarðar er algerlega ólíðandi. Þó hægt sé að nýta vatn til þess að búa til raforku þá verða menn að hafa skilning á muninum á því að hafa rétt til afnota og þess að eiga. Er enginn endir á því hvað þessi ríkisstjórn getur reynt að kaupa og selja? Er vindorkan ekki þá líka eign? Nóg er deilt um hvernig málum var skipað varðandi auðlindir hafsins og ætti því ríkisstjórnin að átta sig á hvers konar villur hún er komin í. Ekkert virðist skipta máli annað en græðgi, það að eiga og selja, verða ríkur og þá er ekkert heilagt.
Ég ætla að forðast hæðnislegar athugasemdir um hvað þeim getur dottið í hug að gera eignarhald úr og selja en þetta er blátt áfram hræðilegt. Ég held að það sé nauðsynlegt að alþýða manna á Íslandi rísi nú upp og styðji stjórnarandstöðuna sem er að reyna að spyrna við fótum á Alþingi. Við Íslendingar getum ekki sætt okkur við að allt sem við eigum sem þjóð sé selt örfáum einstaklingum.
Álit (4)
það sem þeiim ekki dettur í hug? Þetta er nú eitt það allra versta.
Þriðjudagur 7. mars 2006 kl. 23:09
Þetta er ömurlegt:-(
Þriðjudagur 7. mars 2006 kl. 23:24
Þeir hafa lært þetta af auðhringunum sem þeir eru alltaf að makka með.
Þriðjudagur 7. mars 2006 kl. 23:48
Með sömu rökum mætti þá gera eigendur vatns bótaskylda vegna tjóns sem það kann að valda. Ef við göngum enn lengra og spyrjum okkur. Eru eigendur eldvirkrkra svæða þá ekki bótaskyldir gagnvart því tjóni sem eldgos af þeirra jörðum valda? Eða eigendur lands þar sem upptök jarðskjálfta verða? Ef menn telja sig virkilega eiga þetta, þá verða þeir líka að taka á sig ábyrgð af því tjóni sem þessar eignir kunna að valda.
Miðvikudagur 8. mars 2006 kl. 11:51
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri