« Dauði pólitískra flokka? Óháðir lifa? | Aðalsíða | Miðaldakjóllinn minn »

Mánudagur 15. maí 2006

Auglýsir RÚV fyrir XD?

Kosningalógó RÚVMér hefur orðið starsýnt á merki (lógó) Ríkisútvarpsins vegna kosningabaráttunnar. Mér finnst alltaf í fljótu bragði að það sé auglýsing fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þarna standi XD þó ég sjái auðvitað þegar betur er að gáð að þetta er bútur úr merki RÚV og þetta eigi að vera X6 þarna fyrir framan. Kannski ætti maður að halda að þetta sé XbD af því að Framsóknarflokkurinn er lítil deild inn í Sjálfstæðisflokknum en það er auðvitað bara útúrsnúningur. Svo er merkið líka blátt á hljóðnemunum en hvítt á bláum grunni á kosningasíðu RÚV. Er þetta bara kjánalegur pirringur í mér eða minnir þetta merki ykkur ekki á XD?

kl. |Pólitík

Álit (6)

Tja, eins lítið og ég er inni í stjórnmálunum, þá leyfi ég mér að draga hlutdrægni mína í efa.

Með það í huga, þá get ég hreinskilnislega tekið undir með þér að þetta lyktar af Sjálfstæðisflokknum!

Mánudagur 15. maí 2006 kl. 23:41

Er þetta ekki bara spurning um samhengi?
Ef þú skoðar:
A 13 C
12 B 14
í réttri leturgerð þá sérðu það sem þér finnst eðilegt að komi þarna á milli... er þess vegna ekki alveg eðlilegt að "missjá" þetta sem XD hjá RÚV ;)?

Þriðjudagur 16. maí 2006 kl. 09:51

Jon:

Merki sjallanna er afhöggvin hægri vængur fálkans og hann negldur á staur. Það er lítill vandi að sjá merki sjallanna á þessu RUV merki enda ráða þeir öllu hjá Ruv. Gaman að lesa heimsíðu Össurar ... þar tekur hann á því máli. Er ekki kominn tími á umræður í útvarpsráði ?

Þriðjudagur 16. maí 2006 kl. 11:03

Hilda Jana:

hef aldrei séð þetta svona spurnign um hvort þetta sé samsæriskenning og tilviljun líkt og tengsl Íslenskrar erfðagreiningar og Kárahnjúkavirkjunnar?!?!!? ;-)
kv
Hilda Jana

Þriðjudagur 16. maí 2006 kl. 18:34

Salvör:

nei, minnir mig ekkert á neitt nema almennan kosningavef:-) Finnst gaman að fylgjast með ykkur sem eruð í hita leiksins og sjáið drauga og skrímsli í öllum hornum og óvininn læða sér inn í lógóin.

Þriðjudagur 16. maí 2006 kl. 22:29

Þetta er klárlega falin auglýsing íhaldsins. Fer beint inn í undirmeðvitund manna og þeir fyrir slysni mæta á kjörstaði með bókstafinn D sem hula fyrir vitum þeirra.

Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 13:37

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.