« Myndir úr Hrísey | Aðalsíða | Komin í nýtt starf »

Sunnudagur 28. maí 2006

Frábær sigur!

Sigur Samfylkingarinnar á Akureyri var ótvíræður í gær. Við bættum við okkur tveimur bæjarfulltrúum og 10% fylgi sem er stórkostlegt. Vonir okkar stóðu til þess að ná þremur bæjarfulltrúum og við lok talningar í nótt varð það að veruleika. Nýju bæjarfulltrúarnir okkar þau Hermann Jón, Sigrún og Helena hafa verið kröftug í baráttunni og ljóst að við stöndum öll sem eitt þétt að baki okkar fólki. Gefin hefur verið út viljayfirlýsing um að hefja viðræður við Vinstri hreyfinguna grænt framboð og Lista fólksins um meirihlutasamstarf. Þetta er eðlileg niðurstaða og hef ég mikla trú á að slíkt samstarf geti orðið farsælt þar sem stefnuskrár flokkanna þriggja liggja mjög í sömu átt þó auðvitað sé einhver áherslumunur.

Eftir mikla vinnu fjölda fólks í kosningabaráttunn hér á Akureyri er svo sannarlega mikil gleði að standa uppi með þetta góða fylgi. Því fylgir ábyrgð en þá ábyrgð treysti ég mínu fólki vel til þess að axla af ábyrgð og festu.

kl. |Pólitík

Álit (8)

Til hamingju með glæsilegan árangur!

Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 13:37

Sveinn Arnarsson:

Til hamingju, þetta var fallegt

Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 17:39

Gurrý Guðfinns:

Til hamingju með glæsilegan árangur, gaman að fylgjast með ykkur.

Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 20:00

Til hamingju. Þetta var ánægjulegt.

Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 20:46

Mér varð hugsað til þín á laugardagskvöld og skálaði fyrir sigrinum hjá þínum flokki svona milli þess sem ég skálaði fyrir úrslitum hér!!!

Mánudagur 29. maí 2006 kl. 13:12

Nú í kjölfar hims glæsta sigur mæli ég eindregið með að Akureyri taki frumkvæði sveitastjórna í nýbúafræðslu og haldi uppi öflugri kennslu handa hinum nýju landsmönnum. Öflug íslenskukennsla og bæði bókleg verkleg samfélagsfræði er grundvallar atriði til þess að nýbúar festi rætur og nýtist sjálfum sér og samfélaginu.

Nú er tækifærið að skera sig úr.

Enn og aftur. Til hamingju

Miðvikudagur 31. maí 2006 kl. 11:13

Tiil hamingju með þetta :-) Mikið vildi ég að hlutirnir litu svona út í Reykjavíkinni...

Sunnudagur 4. júní 2006 kl. 17:44

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.