« Auglýsir RÚV fyrir XD? | Aðalsíða | Hjalti Jón ásakar Björn Bjarnason »

Miðvikudagur 17. maí 2006

Miðaldakjóllinn minn

Kjoll.jpg Mig hefur lengi dreymt um að eignast miðaldakjól og var búin að leggja að því drög. Í gær fór ég í Smámunasafnið (frábært safn) ásamt Kay sem er í heimsókn á vegum Rotary. Þar hitti ég Guðrúnu Ásgerði Steingrímsdóttur og var að skoða handverkið hennar. Hún var með þennan fína kjól sem passaði mér eins og hann hefði verið sniðinn sérstaklega á mig og ég festi kaup á honum samstundis. Mér finnst ég voða fín og fór í honum á Rotary fund í gærkvöldi. Við hann fékk ég síðan skinnskó og er nú afspyrnu miðaldaleg;-) Er ég ekki bara flott???

Ég mæli með ferð í Smámunasafnið og endilega skoðið vörurnar hennar Guðrúnar en auk fatnaðarins gerir hún eldhúsáhöld úr hreindýrahorni sem eru algert gersemi. Mig langaði líka í þau en varð að hemja mig einhversstaðar. Síðan gæddum við okkur á vöfflum með ísnum frá Holtaseli í Eyjafirði og ég get svo sannarlega mælt með honum. Algert góðgæti! Auðvitað á maður að fara í kaffi og vöfflur í Smámunasafnið;-)

kl. |Tilveran

Álit (14)

Nú þarftu að fara að miðaldavæða vefinn þinn líka ;-)

Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 12:38

Hmm eru blómin mín ekki miðaldavæn?

Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 12:56

Lára miðaldra
keypti kjólinn miðalda
Smámunasafnsins
Haldið ekk' að hún sé fín
skinnskædd kná miðaldahlín

Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 12:59

Jú, þau sleppa svo sem, en það vantar meira flúr, fleiri sverð, fleiri ljónshöfuð... eða nei... það var víst bara fiskur og sauðfé hér á landi, eða hvað?

Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 13:03

Mig minnir nú að það hafi verið sverð og spjót en menn voru nú kannski ekki að sveifla því rétt á meðan þeir voru í kirkju. Ég er nefninlega í dyragættinni á Saurbæjarkirkju;-)

Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 13:40

Var það s.s. bara í útlöndum sem menn voru sveiflandi misdeigum eggvopnum í kirkjum og öðrum helgum stöðum?

Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 14:01

Ja nú þurfum við á fræðingum um gamlar glæpasögur ...

Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 14:07

Hilda Jana:

hahahaha LOL....get ekki beðið eftir því að sjá tölvunördinn í kjól frá miðöldum og í skinnskóm....helst með einn ipod, fartölvu, USB tengi og tæknivæddasta síma sem ég hef séð að taka myndir á digital cameruna sína og henda því inn á heimasíðuna og grípa svo í sviðasultu og kjamsa á henni?!?!?!?!

Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 19:30

hnuss ég er enginn tölvunörd, ég er virðuleg miðaldra amma sem nýti nútímatækni.

Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 23:01

Það verður að segjast eins og er, þessi kjóll er einstaklega fallegur og þú berð hann með prýði!

Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 09:53

Róbert Freyr:

Brilliant kjóll. Nærð einhvernvegin að samsvara þér mjög vel í honum.

Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 12:22

Kjóllinn er mjög fallegur og fer þér vel ... þú minnir mig helst á kvenpersónurnar í gömlu reyfurunum, sem við virðumst vera jafnhrifnar af :)

Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 17:40

Heh þetta er ábyggilega einhver duld Harpa;-)

Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 22:02

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.