Ég hef ofboðslega gaman af Eurovision og játa það hreinskilnislega. Frábært að sjá Evrópukeppni í söng sem er frábær tilbreyting frá Evrópukeppnum í boltaleik, hoppum, stökkum og öðrum vöðvaæfingum. Undankeppnin í kvöld var gríðarlega skemmtileg og margt spennandi. Í fyrsta skipti var þarna verulegt pú á Íslenska framlagið sem er svosem ágætis tilbreyting frá algeru athyglisleysi á annars ágætum lögum oft á tíðum. Náttúrulega húmorslaust af Evrópumönnum að finnast dónaskapur ekki eins fyndinn og okkur Íslendingum. En það er grundvallaratriði finnst mér að hafa mikið drama í kringum Eurovision og það brást ekki núna;-) Sumsé, ærlegt pú á okkur, sem sýnir að það eru fleiri dónar en við!
« Hjalti Jón ásakar Björn Bjarnason | Aðalsíða | Kosningabarátta á fullu »
Fimmtudagur 18. maí 2006
Álit (12)
Mér fannst þetta bara mjög skemmtilegur performance hjá henni og svo auðvitað stjörnuviðtalið í 10 fréttunum á eftir.
Það er náttúrulega ekki fyrir nema þá allra hörðustu að skilja svona húmor. Fínt samt að hún náði þó að draga eurotrashið niður á sitt plan ;)
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 22:43
Viðtalið var alveg í samræmi við karakterinn ég var einmitt að vona að hún myndi taka atriðið útgrátin því uppáhalds atriðið mitt úr þáttunum hennar er einmitt þar sem hún sat útgrátin í vegakanti eftir algera höfnun með að halda áfram með sjónvarpsþátt. Mér finnst hinsvegar að hún hefði átt að taka þessu eins og sannur Íslendingur og segja að menn hefðu verið með klíkuskap og mútur í einkunnagjöfinni eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Ég skil hinsvegar ekki þetta komment með eurotrash, af hverju er það meira rusl að keppa í lögum en að sparka bolta á milli sín eðaa henda honum???
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 22:49
Fréttaviðtalið var frábært. Maskarinn niður á kinnar og hún vildi ýmist fara heim til pabba eða til L.A. til að meika það. Snilld!
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 23:03
Tja það þarf allavega ekki að ásaka Silvíu Nótt um að gefast upp. Hún grætur en hristir það svo af sér og ætlar að slá í gegn á næsta stað. Við mættum mörg taka það til fyrirmyndar allavega;-)
Fimmtudagur 18. maí 2006 kl. 23:06
Eurotrash er náttúrulega orð sem margir nota um menningar/snobb/elítu hópa frá Evrópu. Einhvern veginn tengist það bara frekar söngvakeppnum og tískusýningum heldur en hand- og fótboltakeppnum. Alveg eins og orðið Hooligans kemur oftar upp í kringum fótboltaleiki en curling-mót ;)
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 08:36
Hmmm er Eurovision elítumál? Mér hefur yfirleitt fundist að fólki finnist ég frekar hallærisleg að hafa gaman af þessari keppni;-) Maður er þá kannski fínni en maður hélt;-)
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 09:00
Voðalega ertu ákveðin í að finna einhvern "menningarmun" á því að keppa í söng og boltaíþrótt... Þetta er farið að minna óþægilega mikið á tilraunir til að rökræða um kynjamun við feminista ;)
Ég notaði væntanlega þetta orð fyrst og fremst af því að þetta var í textanum og í honum er Silvía að gera grín að Eurovision.
Jú mér finnst það nær því að vera "menning" að keppa í söng en fótbolta, só vot? Ég er þá bara útúrsnobbaðeurotrashfreak ;) Þetta var samt upp til hópa hræðileg tónlist, má alveg eiga það.
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 09:16
Það frábærasta við þetta allt saman var að grísku myndatökumennirnir sýndu hana Silvíu aldrei live í græna herberginu...... Fannst það vera yndislegt.
Og það sem hún sagði við Sigmar eftir að hann spurði hvers vegna hún hafi verið svo vond við alla. "Hinir voru vondir við mig fyrst" Múhahahaha
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 09:52
Ekki hopp, stökk og vöðvaæfingar í Júróvisíon???
Fullt af því, hefur mér nú sýnst...
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 10:20
Lára mín. Þú ert ekkert halllærisleg þótt þér þyki lúmskt gaman að horfa og hlusta á Eurovision. Jafnvel þó ég nenni .því ekki nema stuttan tíma í einu. Sá síðustu 7 lögin í gærkvöldi og fannst Finnland, Ísland og Bosnía best. En það er alveg ljóst að ég hef farið á mis við mikið með því að halda mig í Noregi meðan Silvíu Nætur umræðan fór fram á Íslandi og Grikklandi. Ætli ég verði ekki að flytja heim fyrir næstu keppni til að geta verið umræðuhæfur um Eurovision. Það er á Íslandi sem spennan er mögnuðust kring um keppnina. Komumst við í lokakeppnina eða ekki. Verðum við bara misskilið listafólk um aldur og æfi.
Annars var dásamlkegt að heyra hvernig norski þulurinn kynnti Silvíu. Lifi legngi á því þó ég hafi ekki getað fylgst með því sem gerðist á eyjunni góðu síðustu vikurnar fyrir keppnina í Hellas.
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 12:28
"Náttúrulega húmorslaust af Evrópumönnum að finnast dónaskapur ekki eins fyndinn og okkur Íslendingum."
Er búin að hlægja mikið að þessu.
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 12:51
Lára:
sem ég var að skrifa í kommenti við eigið blogg, uppfull af hneykslun:
Út eru komnir Eurovision 2006 (CD 1) og Eurovision 2006 (CD 2): Á þá vantar Silvíu Nótt!!! (Reyndar líka Carolu en hverjum er ekki sama um það ...). Öll hin lögin eru með og framlag Svartfjallalands að auki, þótt það hafi dregið sig úr keppninni - var ekki lagið stolið eða eitthvað svoleiðis?
Mér finnst að við ættum að hætta að taka þátt í þessari ömurlegu keppni og reyna heldur að senda fulltrúa í American Idol ;)
Föstudagur 19. maí 2006 kl. 22:55
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri