Það var dásamlegt að sitja í fjörunni í Hindisvík á norðanverðu Vatnsnesi og fylgjast með selunum. Þessi móðir var að nostra við kópinn sinn, klappa honum á kollinn og ýtti honum síðan góðlátlega að spenunum til að fá sér að drekka. Þar fékk hann sér góðan sopa og lagði sig síðan aftur. Það er einhver friðsæld yfir þessum dýrum og maður kemur heim endurnærður á líkama og sál.
« Hvað heita þeir? | Aðalsíða | Spilin í gólfið hjá Framsókn? »
Mánudagur 5. júní 2006
Fáðu þér að drekka vinur
Það var dásamlegt að sitja í fjörunni í Hindisvík á norðanverðu Vatnsnesi og fylgjast með selunum. Þessi móðir var að nostra við kópinn sinn, klappa honum á kollinn og ýtti honum síðan góðlátlega að spenunum til að fá sér að drekka. Þar fékk hann sér góðan sopa og lagði sig síðan aftur. Það er einhver friðsæld yfir þessum dýrum og maður kemur heim endurnærður á líkama og sál.
Álit (2)
flott síða amma mín þar að segja rosa flott
bæbæ.
Þriðjudagur 6. júní 2006 kl. 09:08
Takk barnabarn! Gott að fá þig í heimsókn, við verðum að fara saman að skoða seli seinna;-)
Þriðjudagur 6. júní 2006 kl. 22:19
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri