« Með lögum skal land byggja? | Aðalsíða | Nú brettum við upp ermar »

Miðvikudagur 28. júní 2006

Hefur þú leitað að fjársjóðnum

Ég var að rúnta úti og taka myndir í kvöld og hlusta á norræn lög. Textinn eins lagsins datt allt í einu inn í kollinn á mér og ég heyrði orðin "hefur þú leitað að fjársjóðnum við endann á regnboganum". Einhver meiri heimspeki fylgdi með en þessi setning dvaldi með mér. Mér finnst nefninlega leitin að fjársjóðnum, vinnan við að ná settu markmiði, meira spennandi en að ná því. Kappið, væntingarnar, draumarnir, allt er þetta svo skemmtilegt. Hinsvegar finnst mér ekki eins skemmtilegt að eiga og minnast sigra. Ekki má skilja mig svo að ég vilji ekki ná markmiðum, langt í frá, ég vil klára það sem ég byrja á. Hinsvegar þegar því er lokið þarf að setja sér ný markmið, eignast nýja drauma og leita nýrra fjársjóða. Ég hef alltaf fjársjóði við enda regnbogans sem ég er að leita að og það er einmitt það sem gerir lífið svo dásamlegt.

kl. |Tilveran

Álit (1)

Alveg merkilegt hvað svona línur úr lögum geta dottið inn í hausinn á manni. Einhvern tíma var ég einmitt að keyra og þá heyrði ég línuna:
"Life's a journey, not a destination"

Fimmtudagur 29. júní 2006 kl. 13:50

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.