Veit einhver hvað þeir heita þessir fuglar? Það var gríðarlegt magn af þessum rauðbrúna en bara einn af þessum hvítyrjótta. Hef ekki hugmynd um hvaða fugl þetta er svo öll hjálp vel þegin. Hér er síðan önnur af hópnum:
« Kópur í Hindisvík | Aðalsíða | Fáðu þér að drekka vinur »
Sunnudagur 4. júní 2006
Hvað heita þeir?
Veit einhver hvað þeir heita þessir fuglar? Það var gríðarlegt magn af þessum rauðbrúna en bara einn af þessum hvítyrjótta. Hef ekki hugmynd um hvaða fugl þetta er svo öll hjálp vel þegin. Hér er síðan önnur af hópnum:
Álit (5)
Fuglafræðingur Kópaskers:Guðmundur Örn Ben.
segir mér að þetta séu Rauðbrystingar og Tildra þessi hvíti.
Kveðja: Kristbjörg.
Mánudagur 5. júní 2006 kl. 14:35
Kærar þakkr allt annað að vita hvaða fuglar þetta eru;-)
Mánudagur 5. júní 2006 kl. 16:57
Rakst á þennan fugl sem mér finnst koma sterklega til greina sem þessi eini staki, veit ekki nafnið á íslensku, norska fuglabókin mín segir Steinvender / Arenaria interpres
http://my.ort.org.il/holon/birds/ad22p6.jpg
Mánudagur 5. júní 2006 kl. 17:11
Og þetta er sennilega rauðbrystingur, þessir sem eru margir saman:
http://www.geocities.com/jviana_98/Caladris_canutus.jpg
Mánudagur 5. júní 2006 kl. 17:19
Já þetta er allt hárrétt ég er síðan búin að fletta þessu upp og sá hvíti er Tildra en hinir Rauðbrystingar. Að vísu ættu Rauðbrystingarnir að vera farnir til Kanada en gaman var að sjá þá í haugum þar sem þeir söfnuðu orku til að klára ferðina.
Mánudagur 5. júní 2006 kl. 17:54
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri