Í mörg ár hefur það verið n.k. sannleikur að Bandaríkin séu lýðræðisríki sem sé fyrirmynd annarra í þeim efnum. Því kom mér verulega á óvart grein þar sem segir eftir Bush forseta: "A law is not binding when a president issues a separate statement saying he reserves the right to revise, interpret or disregard it on national security and constitutional grounds." Sumsé það er túlkunaratriði hvort forsetinn fer eftir lögum sem hann undirritar sjálfur eða ekki. Ég verð að viðurkenna að ég er uggandi um lýðræði heimsins eftir að horfa á Bandaríkin breyta viðhorfum sínum til laga og réttar eftir hryðjuverkin 11. nóvember. Lýðræði er brothætt gjöf hverri þjóð sem þarf að varðveita vel.
Sú hugsun sem kemur fram í þessari grein um að það sé í rauninni dómstóla að túlka hver lögin eru í raun og veru gera mig hugsandi. Gilda lög ekki fyrr en dæmt hefur verið eftir þeim eða er það dómara að finna orðfæri laganna stað í raunveruleikanum.
Það er allavega nóg að hugsa um í dag eins og marga aðra daga sem bætist ofan á djúpar vangaveltur mínar um ramma utan um myndirnar mínar á sýningunni. Vonandi tek ég ákvörðun um það mál í dag svo ég þurfi ekki að eyða meiri hugsunum í það mál;-)
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri