Um helgina fór ég í ofboðslega skemmtilega ljósmyndaferð á Snæfellsnes með tveimur bekkjarsystrum mínum frá Bifröst og systur einnar. Við fjórar kerlíngarnar höfðum það ofboðslega gaman og snudduðum um utanvert nesið og mynduðum hóla og hæðir. Við nutum frábærrar gestrisni Óla 7 í Bárðarbúð á Hellnum þannig að ég gat hitt fólkið mitt á Ökrum sem ég kunni vel að meta. Ég fékk fínar myndir til að nota á sýningunni minni sem verður opnuð 7. júlí á írskum dögum á Akranesi og hlakka mikið til. Það eru þó mörg handtökin sem þarf að vinna áður en það er tilbúið;-)
« Puntudúkkur Sjálfstæðisflokksins | Aðalsíða | Rjúpnaholt »
Þriðjudagur 20. júní 2006
Álit (3)
Gat nú skeð að þú ætlaðir að opna sýningu á Skaganum þegar ég verð ekki heima! ;)
Þriðjudagur 20. júní 2006 kl. 11:30
Hún verður þarna þónokkurn tíma, ég held hálfan mánuð. Hinsvegar er mjög fúlt ef þú ætlar ekki að vera heima þegar ég verð á staðnum í nokkra daga...
Þriðjudagur 20. júní 2006 kl. 11:50
Ég get náttúrlega lánað þér íbúð með einum velvöxnum karlpeningi í :)
Miðvikudagur 21. júní 2006 kl. 20:12
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri