« Prófkjörsbaráttan hafin | Aðalsíða | Fjarðabyggð og Djúpivogur »

Laugardagur 30. september 2006

Göng um Héðinsfjörð

wSpreng7030.jpgÍ dag fór ég til Siglufjarðar þar sem fór fram formleg athöfn vegna Héðinsfjarðarganga. Göngin eru mikilvæg fólkinu í Fjallabyggð en ekki síður okkur hér á Akureyri þar sem samgöngur við Eyjafjörð eflast að mun og starfssvæðið stækkar. Þar með gefst okkur öllum kostur á auknu samstarfi og eflingu byggðar á svæðinu. Hér til vinstri er mynd af sprengingu Sturlu samgönguráðherra í dag.


Ég hef tvisvar sinnum komið til Héðinsfjarðar, í fyrra skiptið gekk ég ásamt Gísla mínum upp Skeggjabrekkudal í Ólafsfirði yfir Sandskarð niður í Héðinsfjörð. Við gengum út fjörðinn sem mér þótti svo líkur Ólafsfirði að það gæti verið bara minni útgáfa hans. Þar er vatn og eiði líkt og þar. Við gengum síðan yfir Rauðuskörð til baka og komum niður á Kleifarnar í Ólafsfirði. Þá var ég nú orðin svo lúin að bóndinn á Syðri Á skutlaði okkur síðasta spölinn til Ólafsfjarðar. Þennan dag opinberuðum við og ég segi nú stundum að ég hafi verið svo örmagna að ekki hefði verið hægt að verjast;-)

Í seinna skiptið sigldum við frá Ólafsfirði og gistum í veiðihúsi í Héðinsfirði í nokkra daga ásamt bróður Gísla, Birni Val og hans fjölskyldu. Ógleymanleg ferð. Ég hlakka því nokkuð til að eiga tiltölulega auðvelt aðgengi að Héðinsfirði auk þess að hafa greiða leið til Siglufjarðar frá Akureyri.

Auk okkar sem búum við Eyjafjörð þá verður Tröllaskaginn talsvert auðveldari fyrir ferðamenn. Til verður mjög skemmtileg hringleið sem gaman verður að fara.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.