« Ekki bara Akureyri | Aðalsíða | Prófkjörsbaráttan hafin »

Miðvikudagur 20. september 2006

Skynsöm náttúruverndarstefna

Nýlega kynnti Samfylkingin áherslur sínar í umhverfismálum en þessar áherslur byggjast á vinnu Framtíðarhóps flokksins sem birtast í skjali sem kallast "Umhverfisvernd andspænis auðlindanýtingu". Af þessu má sjá að Samfylkingin hefur lagt mikla vinnu í umhverfisverndarmál og að móta stefnu sem snýr að verndun landsins ásamt nýtingu auðlinda innan skynsamlegra marka. Við getum ekki haft stefnu sem segir að það megi nýta auðlindir hvar sem menn vilja nýta þær og það er jafn heimskulegt að það megi hvergi nýta þær. Ríkisstjórnin hefur ekkert hirt um þennan málaflokk enda orðin þreytt og er ekki að leggja á sig sérstaka vinnu á þessu sviði frekar en mörgum öðrum. Samfylkingin aftur á móti vill skilgreina hvaða svæði við ætlum að vernda sérstaklega, byggja ákvarðanir á þekkingu með því að stunda rannsóknir og sýna metnað fyrir hönd landsins þegar kemur að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda.

Þegar kemur síðan að því að nýta auðlindir landsins þurfum við að setja í forgang svæði þar sem þenslan í landinu er einna minnst þannig að virkjanir og nýting orku hafi mikilvæg áhrif þar sem þess er þörf eins og t.d. á Húsavík. Þar er orkan einnig umhverfisvæn, þetta þarf að hafa í huga.


Það er mjög mikilvægt að fara að ræða umhverfismál af skynsemi stefnan þarf að vera skýr bæði til þess að okkur sé ljóst hvaða svæði verða vernduð og geta þar byggt upp útivist og gera landsmönnum kleift að ferðast um náttúruna. En einnig þarf að vera ljóst hvaða svæði eru ekki sérstaklega vernduð og því hentug til að nýta þær auðlindir sem þar eru.

Það er ekki ásættanlegt að við Íslendingar vitum ekki hvert við erum að stefna í þessum málum. Þannig veit fólk í atvinnurekstri ekki hvert stefnir og er þá að fara bakdyraleiðir til að hafa áhrif á valdamikla stjórnmálamenn til að koma sínu í gegn. Einnig vita þeir sem unna náttúrunni þá ekki heldur hvort verndun verður fyrir hendi eða ekki.

Skýr stefna er mikilvæg og hana hefur Samfylkingin sett fram.

kl. |Pólitík

Álit (2)

Jón Halldór:

Ekkert eitt mál er mikilvægara en umhverfismál og þess vegna er nauðsynlegt að móta stefnu í þeim. Umhverfisverndarfólk hefur verið afgreitt sem andstæðingar byggðastefnu og það er alveg fráleit afgreiðsla. Horfum því fram á við, öxlum okkar ábyrgð á alþjóðavísu og látum ekki úitiloka okkur, sem viljum skynsama nýtingu náttúriauðlinda, frá umræðu um umhverfismál.
Bestu kveðjur!

Laugardagur 23. september 2006 kl. 01:19

Ég er sammála þessu, skynsöm umræða um umhverfismál er líklega eitt það mikilvægasta sem við þurfum að einbeita okkur að. Umræða sem snýst um "allt" eða "ekkert" er ekki til hagsbóta, hvorki fyrir þá sem vilja vernd náttúrunnar eða þá sem vilja nýta hana.

Laugardagur 23. september 2006 kl. 08:41

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.