
Því er skiljanlegt að baráttumál foreldra sé að hafa framhaldsskóla í heimabyggð eða svo nálægt að hægt sé að aka börnum í skóla að morgni og þau komi heim að kvöldi. Heilu bæina vantar stóran aldurshóp alla vetur og smá saman aðlagast hluti barnanna öðru lífi og finnst lítið að sækja heim eftir því sem árin líða. Önnur gefast upp og fara heim og klára ekki framhaldsskólann.
Því hlýtur það að vera okkur baráttumál að hindra aðskilnað fjölskyldna vegna náms í framhaldsskóla eftir því sem kostur er. Hvert barn á að geta notið þess að vera í skjóli fjölskyldu sinnar a.m.k. til 18 ára aldurs. Síðan er mikilvægt að skóli sé heildstæður og því er besti kostur að nemendur geti tekið allan sinn framhaldsskóla í heimabyggð. Þetta er jafnréttismál sem við þurfum öll að láta skipta okkur máli.
Fáum börnin heim og veitum þeim skjól fjölskyldunnar á meðan þau stunda framhaldsskólanám.
Álit (1)
Er sammála þessu og haldur áfam á þessari leið
og kristján í 1 sæti
Sunnudagur 15. október 2006 kl. 10:59
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri