« Göng um Héðinsfjörð | Aðalsíða | Orka, ál og Þeistareykir »

Mánudagur 2. október 2006

Fjarðabyggð og Djúpivogur

SAJRGKAV7230.jpgÍ gær fórum við frambjóðendur í kosningaferð á Reyðarfjörð í Fjarðabyggð og þaðan áfram á Djúpavog. Landið skartaði sínu fegursta í haustlitunum. Ferðafélagar mínir voru þau Sveinn Arnarsson, Jónína Rós Guðmundsdóttir og Kristján Ægir Vilhjálmsson sem ég smellti mynd af á Djúpavogi. Með þeim var ferðin enn skemmtilegri sagðar margar góðar sögur á leiðinni og hlustað á Baggalút. Jónína Rós varð eftir á Egilsstöðum en við hin nutum norðurljósa og stjörnubjarts himins alla leið til Akureyrar.

kl. |Pólitík

Álit (4)

gsv:

Go for it !... og um leið að hafa gaman af þessu - aldrei að gleyma því ! kv. gsv

Mánudagur 2. október 2006 kl. 12:38

Sveinn:

Þetta er gullfalleg mynd. Það var einnig mjög gaman að ferðast með ykkur um kjördæmið.

Mæli einnig með að þú gefir mér þessa mynd í tölvupósti.

kv.
Svenni

Mánudagur 2. október 2006 kl. 22:22

Jónína Rós:

Þetta var skemmtilegur dagpartur og gaman að fá að sýna ykkur Austurland skarta sínu fegursta.
Verðum kannski samferða aftur frá Egilsstöðum til Húsavíkur!!
kv Jónína Rós

Þriðjudagur 3. október 2006 kl. 10:39

Gurr:

Sé að þú ert komin á dágóða ferð vinkona og hópurinn fríður í kringum þig. Gangi ykkur vel og hlakka til að fylgjast með þessari baráttu..

Föstudagur 6. október 2006 kl. 12:14

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.