Tímaskortur, hraði, afköst, árangur eru hugtök sem við heyrum nánast daglega. Við hættum að verða vör við þau og lífið taktar hraðar og hraðar án þess að við náum að staldra við og huga að því sem mestu skiptir - fjölskyldunni. Fjölskyldan verður að hafa tíma til þess að vera saman, foreldrar vilja njóta samvista hvort við annað og börnin sín en tíminn til þess verður minni og minni. Orsakirnar eru fjölmargar, atvinna foreldra, eðlileg áhersla á frama í starfi, tímafrekar ferðir milli staða og margt fleira. Ég tel að það sé eitt mikilvægasta mál stjórnmálanna í dag að gera fjölskyldunni kleift að vera hornsteinn samfélagsins, en ekki einungis þess heldur hornsteinn í lífi fólks. Nánast allir málaflokkar tengjast þessu viðfangsefni og það er tími til kominn að fjölskyldan sé sett í forgang.
« Egilsstaðir og Húsavík | Aðalsíða | Ósjálfstæðisflokkurinn? »
Þriðjudagur 10. október 2006
Álit (2)
Sammála sys, þetta er punkturinn sem á að horfa á aðra málaflokka útfrá.
Miðvikudagur 11. október 2006 kl. 09:51
Já það er Fróðárundrum merkilega hvernig hræsnin er í þessum málaflokki. Sífellt klifað á mikilvægi fjölskyldunnar en framkvæmt til að íþyngja henni. Rekstrarkosnaður hennar er mun meiri hér á landi en í öllum þeim löndum sem við höfum ástæðu til að bera okkur saman við. Þess vegna þurfum við stjórnvald sem gerir meira en hugsa um fjölskylduna korteri fyrir kosningar.
Þig á þing Lára!
Sunnudagur 15. október 2006 kl. 20:42
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri