Í dag eru kjörseðlar í prófkjörinu okkar í Norðausturkjördæmi bornir í hús. Þá skiptir miklu máli að koma þeim í gagnið með því að merkja við og setja þá í póst. Ég vil hvetja alla að nýta kosningaréttinn og enn betra ef þeir vilja kjósa mig í 2. sæti listans. Við Samfylkingarmenn erum nú eini flokkurinn sem á ekki konu sem þingmann í Norðausturkjördæmi og eina kjördæmið þar sem Samfylkingin á ekki konu sem þingmann. Þessu þurfum við auðvitað að breyta;-) Bjóðist endilega til að grípa með ykkur umslög grannanna í pósthúsið og ef einhver er í vandræðum með að koma atkvæðunum á sinn stað endilega hafið samband í síma 896-3357 og stuðningsmenn mínir munu með ánægju skutlast í póstinn fyrir ykkur.
« Fjölgun í Samfylkingunni | Aðalsíða | Konur og pólitík »
Mánudagur 23. október 2006
Álit (1)
Það er ekki úr vegi Lára, á þessum tímapunkti að rifa upp áskorunina frá kvennahreyfingu Samfylkingarinnar og vonandi að Samfylkingarfólk í Norðausturkjördæminu hafi hana í huga núna þegar það skilar inn atkvæðaseðlum í prófkjörinu:
"Áskorun frá Kvennahreyfingunni:
Kvennahreyfing Samfylkingarinnar skorar á öll stjórnmálaöfl að tryggja jafnan hlut kvenna og karla á framboðslistum í komandi alþingiskosningum. Sérstaklega er hvatt til þess að í tveimur efstu sætum hvers framboðslista sé fólk af báðum kynjum og þannig tryggt að hlutur kynjanna verði sem jafnastur í fulltrúatölu á Alþingi."
Áfram Lára!!!
Mánudagur 23. október 2006 kl. 20:26
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri