Þegar ég renndi yfir pistil Björns Bjarnasonar um prófkjör Sjálfstæðismanna þá rifjaði ég upp hversu oft nemendur þakka sér þegar þeir fá góðar einkunnir en kenna kennaranum um þegar þær eru slæmar. Viðbrögðin Björns komu mér á óvart, hann er mikill baráttujaxl, þaulvanur í pólitík og röggsamur ráðherra. Þó ég sé ekki sammála honum um hin ýmsustu viðhorf þá hvarflar ekki að mér annað en segja að hann er mjög vinnusamur ráðherra, duglegur og samviskusamur. Hann hefur fengið á sig ýmsan brotsjóinn í pólitík en yfirleitt staðið hnarreistur og manni finnst oft að ekkert bíti á þennan mann. En nú kvartar hann undan bréfi frá gömlum ráðherra Alþýðuflokksins, auglýsingum samherja sinna, pólitískum átakamálum sem bitni helst á honum o.fl. Ég fæ ekki séð hvers vegna gamlar hleranir ættu að vera Birni að kenna né heldur hvers vegna hann tekur þær til sín. Hinsvegar er alveg ljóst að hann er dómsmálaráðherra og þarf að vinna úr málinu núna hverju eða hverjum sem það var um að kenna. Ég sé ekkert flókið eða árásarkennt við það og finnst talsvert ólíkt Birni Bjarnasyni að takast ekki á við það mál af þeirri röggsemi sem venjulega einkennir hann. Hresstu þig nú við Björn þetta var fín kosning hjá þér. Annars er best að segja ekki orð... ég fæ mína útreið eftir viku;-)
« Ráðist á homma í Færeyjum | Aðalsíða | Spenningur »
Sunnudagur 29. október 2006
Álit (2)
Alltaf gott að hafa Locus of control í huga:
http://en.wikipedia.org/wiki/Locus_of_control
;)
Mánudagur 30. október 2006 kl. 10:57
toj, toj :)
Þriðjudagur 31. október 2006 kl. 11:06
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri