« Fjölskyldan í forgang | Aðalsíða | Börnin heim »

Miðvikudagur 11. október 2006

Ósjálfstæðisflokkurinn?

Nú berast okkur þau tíðindi að sími fyrrum utanríkisráðherra landsins Jóns Baldvins Hannibalssonar hafi verið hleraður og honum hafi verið kunnugt um það. Aðspurður um hvort hann hafi ekki íhugað kæru svaraði með þeirri spurningu hvert hann hefði átt að kæra?

Þarna kemur einmitt stóra spurningin, hvert getur utanríkisráðherra landsins kært brot á sér? Hann er ráðherra á þessum tíma í fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og upplifði greinilega að hann gæti ekki sótt sér þjónustu opinberrar löggæslu sem var undir stjórn Þorsteins Pálssonar sem dómsmálaráðherra.

Var sumsé utanríkisráðherra Alþýðuflokksins í þeirri stöðu að þurfa að þola símhleranir vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn var beinlínis búinn að framselja innri öryggismál þjóðarinnar? Var það, og er það þá ennþá þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn gefi einhverjum heimild til að hlera æðstu ráðamenn landsins? Svo ég spyrji nú bara einfaldrar spurningar - má það??? Hefur Sjáfstæðisflokkurinn haft aðgang að einhverri leyniþjónustu og með brotthvarfi hersins sé þá gripið til þeirra ráða að stofna innlenda þjónustu til að sinna fyrri verkum? Ég er dálítið furðu lostin í þessu máli, þarna er mörgum spurningum ósvarað.

kl. |Pólitík

Álit (3)

Jón Ingi:

Þeim fjölgar spurningunum. Ef þetta er rétt þá fykju hausar í útlöndum en hér fussa menn bara og gera lítið úr. Hrikalegur þessi Sjálfstæðisflokkur...hvaða hagsmunum er hann að þjóna ??

Fimmtudagur 12. október 2006 kl. 15:41

Það kom mér á óvart að Davíð Oddsson segði svo skýrt að hann væri að ljúga (eftir-á-minni) í stað þess að segja að það þurfi að kanna málið.

Föstudagur 13. október 2006 kl. 23:04

Haraldur Ingi Haraldsson:

Og núna berast þær fregnir að kaninn hafi samið við íslensk stjórnvöld um að stofna leyniþjónustu! Að það sé í varnarsamningnum! Manni rennur kalt vatn milli skins og hörunds. Mun sú nýja leyniþjónusta fa að lögum? Það bendir fátt til þess ef þessi sömu stjórvöld sitja við völd. Svo - burt með þessa hrokafullu ríkistjórn og Samfylkingar mann í Dómsmálaráðuneytið!

Sunnudagur 15. október 2006 kl. 20:30

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.