« Tígrisdýr og ljón | Aðalsíða | Jöfnuður í ríkisstjórn »

Föstudagur 1. desember 2006

Merkileg túlkun

Ég var að skoða sundurliðun á nýrri skoðanakönnun hjá RÚV um fylgi flokkanna. Fyrirsögnin fjallar um að Árni Johnsen sé að sópa að sér fylgi. Þegar könnunin er skoðuð þá eru aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi að sópa miklu meira að sér þrátt fyrir að RÚV telji það ekki fyrirsögn, nei það er annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins sem skal vera aðalnúmerið. Hvað sem tautar og raular. Þessi tvö prósent úr 39% í 41% eru að mati fréttamannsins aðalmálið en ekki t.d. aukning í Norðvesturkjördæmi hjá Frjálslynda flokknum úr 6% í 14% sem er ríflega tvöföldun. Engu sópar Guðjón að sér í huga þessa fréttamanns. Nánast þreföldun Frjálslynda flokksins í Suðvestur kjördæmi er heldur ekkert efni í fyrirsögn og ekkert verið að "sópa" neitt að neinum. Auking Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs undir stjórn formanns síns Steingríms J. er heldur ekki nein frétt enda "bara" 4%.

Hinsvegar verð ég að viðurkenna að mér finnst vont að sjá niðursveiflu míns flokks í mínu kjördæmi þ.e. Norðausturkjördæmi úr 24% niður í 18% og mikilvægt fyrir okkur að skoða virkilega hvað við getum gert betur en nú er. Sjálfstæðismenn tapa einnig verulega eða 6% þó þeir séu í prófkjöri og áberandi þegar verið er að keyra þessa könnun. Það eru því greinilega sviptingar í pólitíkinni þessa dagana.

kl. |Pólitík

Álit (3)

Árni karlinn er líklega bara merkilegri en hinir, tala nú ekki um hve útundan hann hefur orðið í fjölmiðlaumfjöllunum.

Burtséð frá allri kaldhæðni, þá er þetta mál sem ég hef lítið vit og skilning á sem slíku. En vissulega þykir mér napurt þegar einum er hyllt og öðrum gleymt.

Mánudagur 4. desember 2006 kl. 13:34

Jón Ingi:

dæmigerðar áherslur fyrir bláskjá og ríkið.

Mánudagur 4. desember 2006 kl. 14:41

Þetta er bara mjög eðlilegt, með því að draga athygli að þessu þá er verið að búa til sigurvegara og auðvitað vill fólk vera í sigurliðinu og snjóboltinn fer af stað ;) Klassískt trix sem "fair and balanced" fréttastöðvarnar í Bandaríkjunum hafa stundað áratugum saman.

Miðvikudagur 6. desember 2006 kl. 13:27

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.