« Gleðileg jól | Aðalsíða | Gleðilegt ár 2007! »

Þriðjudagur 26. desember 2006

Óskiljanlegt flugumferðarklúður

Ég skil sannast sagna ekki upp né niður í þessum deilum við flugumferðarstjóra. Ef ég skil málin rétt var samið um mitt síðasta árs við þá til ársins 2008. Nú ári síðar er búið til opinbert hlutafélag sem ráðherra finnst snjallara en að reka þetta eins og verið hefur og vill á sama tíma losna undan lífeyrissamningum við flugumferðarstjóra. Í fyrstu hreytti samgönguráðherra ónotum í þá þegar þeir ekki vildu sækja um vinnu hjá nýja opinbera hlutafélaginu hans Flugstoðum með sama stjórnanda og áður. Sagðist bara geta fengið útlendinga í vinnu. Núna er málið hinsvegar í hans huga það að flugumferðarstjórar ætli að hrekja starfsemina úr landi. Ekkert vandamál hefði verið með flugumferðarstjóra ef sami rekstur hefði verið til ársins 2008. Samningarnir við þá giltu þangað til þá en það var samgönguráðherra sem sagði þeim upp ekki flugumferðarstjórar. Ef þeir vilja ekki ráða sig til Flugstoða heldur fara fremur á biðlaun ráða þeir því, en er þetta mál ekki frekar klúðurslegt frá upphafi til enda? Hvers vegna er betra að hafa rekstur í opinberu hlutafélagi heldur en opinberum rekstri? Ég þarf að reyna að skilja það svo góðar ábendingar í þeim efnum eru vel þegnar.

kl. |Pólitík

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.