Ég hef stundum verið spurð af hverju ég er í pólitík og hvernig ég "nenni þessu" eins og sumir orða það. Ég velti því fyrir mér vel og lengi, hvort ég væri snobbuð fyrir því að vera Alþingismaður, hvort þetta væri fjárhagsleg löngun eða hvað það væri. Ég hugsa að ef ég hefði komist að þeirri niðurstöðu að annaðhvort þessara tveggja væri ástæðan þá hefði ég hætt í pólitík. En ég komst að þeirri niðurstöðu að ég er í pólitík af því að fólk skiptir mig máli. Ég vil að fólk geti lifað með reisn sama í hvaða kringumstæðum það er, fólk geti látið drauma sína rætast á Íslandi og að við náum árangri. Það skiptir mig máli.
Alltaf er ég að sjá nýja vinkla frá þeim sjónarhól sem ég stend, til dæmis hentar mér ekki að peningar séu í miðdepli en að einhver geti unnið að því að eignast mikið af peningum af því það er áhugi fyrir því þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu. Hinsvegar tel ég að menn eigi að leggja til samfélagsins og láta það skipta sig máli að heildin, við Íslendingar allir séum fólk með sterka sjálfsmynd, áræði og dug en ekki bundin á klafa vegna fátæktar, heilsuleysis eða annars sem hægt er að breyta.
Þess vegna er ég í pólitík - og nenni henni;-)
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri