Það er erfitt á Frjálslynda flokknum í dag og ekki auðvelt að sjá hvernig þeir leysa þau mál sem við þeim blasa. Hver eru ágreiningsmálin? Fjalla þau um einstaklinga eða málefni. Allavega er það einstaklega klaufaleg stjórnsýsla að reka framkvæmdastjórann sinn stuttu fyrir kosningabaráttu og búa til ágreining með því innan flokksins. Ég held að formaðurinn, sem segist býsna lipur við að stýra skipum á sjó, sé e.t.v. ekki nægilega öflugur til að stýra stjórnmálaflokk. Það er mikilvægt að formaður styðji sitt fólk en það gerir hann ekki, hann gerir mannamun og ætlar ekki að styðja framkvæmdastjórann sinn en styður varaformanninn sinn. Þar með hlýtur óeining um hann sjálfan að aukast að miklum mun. Formaður verður að bera virðingu fyrir metnaði sinna flokksmanna og forðast að taka jafn afgerandi afstöðu og hann gerði í kosningu helgarinnar. Með þeirri afstöðu hefur hann aukið mjög á erfiðleika flokksins og er enganvegin í stakk búinn til að jafna ágreining eða stuðla að sátt í flokknum. Hann er búinn að skipa sér í lið og í þeirri stöðu er klofningur miklum mun líklegri en ella.
Það verður fróðlegt að sjá hvað Margrét Sverrisdóttir ákveður að gera í framhaldinu þar fer kröftugur stjórnmálamaður sem karlarnir eru ekki til í að hleypa nema til að vera "smekkleg" með blómum á borðum.
Álit (2)
Held að flokkurinn sé að leysat upp í frumeindir og alveg ljóst að minn ágæti kollegi, Guðjón Arnar er búinn að missa tökin. Magnús Þór og Jón Magnússon hafa náð undirtökunum sem er sorglegt því Guðjón er afskaplega vel gerður maður og greinilegt að þetta tvíeyki er að nýta sér hrekkleysi hans. Flokkurinn hefði ekki verið árennilegur ef Margrét hefði komist í varaformannsstólinn. En þessu klúðruðu þeir blessaðir. Þeir áttu stórleik í stöðunni sem var að Magnús hefði dregið sig í hlé sjálviljugur, Margrét tekið við. Hún hefði orðið glæsilegur fulltrúi þeirra, og svo hefðu þeir rekið Jón úr flokknum þá hefðu þeir staðið með pálmann í höndum sem trúverðugur flokkur en svona fer þegar menn taka eigin hagsmuni fram yfir heildarhagsmunina. Hef trú á að þetta sé upphafið að endalokum Frjálslynda flokksins.
Þriðjudagur 30. janúar 2007 kl. 21:59
Er þetta ekki puntusyndrome það er að konur séu upp á punt en ef í þeim heyrist þá er svo margt athugavert við þær í huga sumra. Fara vel við blómaskreytingar svo lengi sem þær opna ekki munninn.
Miðvikudagur 31. janúar 2007 kl. 19:29
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri