Ég er ein þeirra fjölmörgu sem vinn þannig að ég flýg milli Akureyrar og Reykjavíkur nánast einu sinni í viku. Vakna uppúr sex, komin út á flugvöll ríflega sjö og í vinnuna í Reykjavík fyrir níu. Ég bý yfir þeirri náðargáfu að geta steinsofið í flugvélum svo ég kem venjulega úthvíld á áfangastað. Þegar ég kom inn á flugvöllinn í Reykjavík særði það augun enn einu sinni hversu illa er búið að flugfarþegum, húsið allt of lítið, aðstaða slæm og hrörlegt umhverfi. Ég man eftir að Rúnar Guðbjartsson fyrrum flugmaður og nú ráðgjafi flughræddra stakk upp á því að gera Perluna að flugstöð og ferja farþega með einföldum hætti að flughlaði. Þetta er ein albesta hugmyndin sem ég hef heyrt það væri sannarlega töluvert glæsilegri staða en nú er.
Ég tek venjulega Bílaleigubíl hjá Höldur - Bílaleiga en þjónusta þeirra á Reykjavíkurflugvelli er einstök, alltaf vel á móti manni tekið grútsyfjuðum úr flugvélinni, samningurinn á borðinu og bíllinn stundum heitur og skafinn.
Nú er nánast heiður himinn í Reykjavík, tunglið fullt - lífið er alltaf töluvert betra þegar tunglið er fullt - og ég ætla að fara í ljósmynda með Helgu Waage frænku minni og ég er viss um að það verður kátt á hjalla hjá okkur vinkonunum.
Álit (5)
Það er ekki ofsögum sagt með flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli. Ég fæ oft gamla tilfinningu frá í æsku þegar maður skammaðist sín fyrir eitthvað. Þetta er miklu verra en ýmislegt sem maður sá á ferð sinni um Rússland og Kákasus í gamla daga. Þó húsið sé lítið og gamalt er alveg óþarfi að það sé skítugt og sæti rifin...og salerning hræðilega subbuleg...slíkt er til skammar og ég er viss um að erlendir ferðamenn furða sig á þessu ástandi. það er ekki í samræmi við flest annað hjá þessari þjóð.
Miðvikudagur 3. janúar 2007 kl. 23:18
Er það ekki m.a. vegna þess að litið er á flugvöll á þessum stað sem tímabundna ráðstöfun?
Fimmtudagur 4. janúar 2007 kl. 20:23
Jú líklega en það er um leið dálítið sorglegt. Annars staðar er meginsamgönguleiðin við landsbyggðina yfirleitt járnbrautarstöð. Slíkar byggingar eru oft mjög glæsilegar sérstaklega ef þær eru aðalbrautarstöðvar. Íbúum höfuðborgarinnar finnst hinsvegar samgöngumiðstöðin hávaðasöm, fyrirferðarmikil og óþarfi.
Annars er auðvitað það versta við okkur Íslendinga að hafa aldrei byggt samgöngur á járnbrautum það væri mikill lúxus að hafa öflugar lestarsamgöngur.
Fimmtudagur 4. janúar 2007 kl. 22:38
Jú sennilega líta margir á þetta sem bráðabirgða en það réttlætir ekki skítinn og sóðaskapinn...það er ljóti bletturinn á þessu.
Föstudagur 5. janúar 2007 kl. 09:06
Tek undir þetta, Reykjavíkurflugvöllur er ótrúlega sorglegur staður. Ég fór þarna um í fyrradag þegar við ferðuðumst frá Akureyri til Danmerkur og bara þetta sjálfsagða atriði að hafa auðveldar samgöngur milli flugstöðvar innanlandsflugs og alþjóðaflugvallarins er stórlega ábótavant.. að ég tali nú ekki um þetta sjoppuútlit á staðnum.
En það er eins og það sé miðað við að allir flugfarþegar eigi erindi sitt í Reykjavík en séu ekki ferðalangar í tímaþröng með barn og yfirvigt.
Það er örugglega hægt að byggja betri kofa Loftleiðamegin ef þessi flugvöllur á að standa í einhver ár í viðbót (og hafa svo jafnvel underground tengingu - svona færiband er svo mikið erlendiss - við Umferðamiðstöðina.
Föstudagur 5. janúar 2007 kl. 09:35
Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri