« L-ára | Aðalsíða | Skóli í heimabyggð »

Fimmtudagur 18. janúar 2007

Störf án staðsetningar

Byggðastefna Samfylkingarinnar er mjög áhugaverð og þá sérstaklega áherslan á störf án staðsetningar sem ég hef skrifað um hérna áður. Mér finnst þó oft eins og að fólk eigi erfitt með að skilja hvernig sú vinna á sér stað. Þar sem ég hef unnið meira og minna þannig í talsvert langan tíma eða frá árinu 1990 þá sé ég alltaf betur og betur hvað margt er mögulegt að vinna án þess að vera fastur á einum stað. Vandinn við það er hinsvegar oft huglægur og fólk á erfitt með að skilja að samstarfsfólk sem er ekki í augsýn er hluti af þeirra vinnustað. Einnig eru menn auðvitað misjafnlega í stakk búnir til að nota tölvur og þá tækni sem þarf en þó má telja að flestum sé hún að nokkru leikin allavega nægilega til að hefja störf. Síðan má ekki vanmeta símenntun allt lífið sem hefur auðvitað gríðarleg áhrif á hvað stendur til boða í lífinu. Maður getur alltaf sveigt lífsleiðina og farið að vinna við annað. Því held ég að það sé mikilvægt fyrir alla, sveitarfélög og einstaklinga, að huga vel að því hvernig hægt er að undirbúa það að það verða til fjölmörg störf án staðsetningar þegar Samfylkingin kemst til valda.

kl. |Pólitík

Liðinn er sá tími sem hægt er að gefa sitt álit. Hafðu samband ef þú vilt koma einhverju á framfæri

Lára Stefánsdóttir
Lára Stefánsdóttir lara[at]lara.is

www.flickr.com
Lára Stefánsdóttir
Brimnesvegur 24
625 Ólafsfjörður
Ísland / Iceland
GSM: +896 3357
Email: lara [at] lara.is


Áskrift að vefdagbók Áskrift að vefdagbók

©1992 - 2011 Lára Stefánsdóttir - Öll réttindi áskilin / All rights reserved.