Mér finnst hlátur stjórnmálamanna vera talsvert meira umrćđuefni en önnur svipbrigđi eđa viđbrögđ. Í Morgunblađinu í dag ţar sem Agnes Bragadóttir tekur kraftmikiđ viđtal viđ Ingibjörgu Sólrúnu og "grillar" hana dálítiđ ţá segir hún m.a. "Hér hlćr Ingibjörg Sólrún dátt, kannski líkt og ţegar hún skellihló í Kryddsíldinni, eftir ađ Guđjón A. Kristjánsson formađur Frjálslynda flokksins, brýndi raust sína í hennar garđ og nánast hvćsti "Slappađu af!". Ég áttađi mig ekki á ađ sá hlátur vćri svo minnisstćđur ađ til hans vćri vitnađ, er ţađ raunin?
Annađ viđtal las ég líka í dag en ţađ var í Fréttablađinu sem Björn Ţór Sigbjörnsson tók en ţar er haft eftir Kristjáni ađ "sér ţyki óstjórnlega gaman af ađ hlćja ađ mönnum sem eyđa tíma sínum í svona vitleysu." Ţar er vísađ til Björns Inga Hrafnssonar. Ţetta var ađ vísu bitminna viđtal enda greinilega endursögn eftir Kristjáni á međan viđtali Agnesar var greinilega ćtlađ ţađ hlutverk ađ kryfja málin meira.
Sumsé hlátur stjórnmálamanna skiptir máli og um hann er skrifađ, kannski ţetta verđi hlćjandi kosningabarátta?
Álit (1)
Ţađ er hiđ besta mál svo lengi sem ţeir hlćja ekki á minn kostnađ né annarra. Humm... ;)
Þriðjudagur 16. janúar 2007 kl. 17:30
Liđinn er sá tími sem hćgt er ađ gefa sitt álit. Hafđu samband ef ţú vilt koma einhverju á framfćri